../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3330
Útg.dags.: 09/10/2020
Útgáfa: 2.0
17.01 COVID-19 - tilvísun til stofulækna frá kvennadeild Landspítala
    Hide details for TilgangurTilgangur
    lýsa tilvísanaferli sjúklings sem hringir í bráðaþjónustu kvennadeilda Landspítala og þarfnast ekki þjónustu samdægurs. Gildir einnig í vissum tilfellum þegar óskað er eftir ráðgjöf frá bráðamóttöku í Fossvogi eða heilsugæslu. Verklagið gildir á meðan COVID-19 faraldur er á Íslandi.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem sinna símaráðgjöf.
    Læknar sem taka á móti símtölum frá læknum utan sjúkrahúss og frá bráðamóttöku í Fossvogi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sjúklingar í sóttkví eru skoðaðir á kvenlækningadeild óháð ástæðu komu.

    Sjúklingar sem vísað er til stofulækna
    • Beiðni um ráðgjöf kvensjúkdómalækna frá bráðamóttöku í Fossvogi þegar skoðun getur beðið til næsta virka dags.
    • Öll góðkynja vandamál tengd kvenlíffærum, til dæmis:
      • Kviðverkir sem verkjalyf slá á
      • Ríkulegar tíðablæðingar
      • Vandamál á spangarsvæði
      • Grunur um sig á grindarbotni
    • Vandamál í snemmþungun sem ekki krefjast skoðunar samdægurs.
    • Blæðing eftir tíðahvörf.
    • Blöðrur á eggjastokkum þar sem ekki er staðfestur grunur um krabbamein.

    Sjúklingar skoðaðir samdægurs á kvennadeild
    • Ef skyndilegur kviðverkur, jákvætt þungunarpróf og ekki búið að staðfesta þungun í legi.
    • Verkir > 7 NRS kvarða.
    • Hiti > 38,5°C innan tveggja vikna frá aðgerð/meðferð á kvenlækningadeild. Ef sjúklingur er með einkenni frá öndunarfærum ásamt hita er vísað á bráðamóttöku í Fossvogi.
    • Blæðing um leggöng sem fyllir bindi á 30 mínútna fresti í tvær klst. í röð eða lengur.

    Sjúklingar skoðaðir innan tveggja vikna á kvenlækningadeild
    • Móttökuheimsókn vegna þungunarrofs.
    • Staðfestur grunur um krabbamein í kvenlíffærum.

    Tilvísun
    • Vísað er á kvensjúkdómalækna á stofum sem hafa boðið fram aðstoð.
    • Læknarnir eru skráðir á lista sem er birtur á Workplace, þar kemur fram hvenær og hvernig sjúklingur getur haft samband við lækninn.
    • Þess er gætt að eingöngu sjúklingur sjálfur má senda persónugreinanlegar upplýsingar í tölvupósti.

    Skráning
    • Öll símtöl eru skráð í sjúkraskrá.
    • Skráð er ástæða samskipta, hvert sjúklingi var vísað og hvernig.

    Eftirlit/áframhaldandi meðferð
    • Þegar líkur eru á að sjúklingur þurfi að leita til kvenlækningadeildar sendir stofulæknir afrit af nótu á rafrænu formi stílað á yfirlækni, til dæmis við fósturlát.
    • Mikilvægt er að kvenlækningadeild hafi aðgang að upplýsingunum ef þörf er á frekari meðferð innan spítala.
    • Meðferð vegna fósturláts getur farið fram utan spítala ef aðstæður stofulæknis leyfa. öðrum kosti er skjólstæðingi vísað til kvenlækningadeildar eins og lýst er hér að ofan.
    • Stofulæknum stendur til boða afrit af öllu verklagi og sjúklingafræðslu Landspítala um vandamál í snemmþungun, greiningu og meðferð.
    • Hvatt er til að sama verklag sé notað á stofum til að auðvelda yfirfærslu meðferðar/eftirlits ef þess þarf.

    Ritstjórn

    Dögg Hauksdóttir - dogghauk
    Kolbrún Gísladóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Kristín Jónsdóttir - kjonsd

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristín Jónsdóttir - kjonsd

    Útgefandi

    Kolbrún Gísladóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/27/2020 hefur verið lesið 176 sinnum