../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3498
Útg.dags.: 12/02/2020
Útgáfa: 2.0
27.00.02.05 COVID-19 - móttaka líffærabrottnámsteymis frá Svíþjóð
  Hide details for TilgangurTilgangur
  Að lýsa móttöku líffærabrottnámsteymis frá Svíþjóð og ferli þess innanhúss á Landspítala.
  Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
  Ígræðslur líffæra úr látnum líffæragjöfum fara fram á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.
  • Líffærabrottnámsteymi (5-7 manns) kemur frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu til að sækja líffæri.
  • Dvöl teymis getur varað allt að 8-10 klukkustundir, allt eftir lengd aðgerðar.
  • Ef meðlimur teymis er með einkenni sem geta bent til COVID-19 smits ber honum að láta vita og honum er óheimilt að koma á Landspítala til starfa.

  Koma til landsins
  • Teymið lendir á Reykjavíkurflugvelli.
  • Ekki er gerð forskráning né landamæraskimun.
  • Meðlimir teymis setja upp skurðstofugrímu fyrir afbyrðingu og nota grímu allan tímann á Íslandi. Meðlimir fylgja leiðbeiningum um örugga notkun skurðstofugríma.
  • Lögreglan sér um flutning teymisins frá flugvél að aðalinngangi Landspítala við Hringbraut eða Fossvog.

  Við komu á Landspítala
  Sérfræðingur/vaktstjóri á gjörgæslu upplýsir öryggisverði um komutíma teymis.
  Öryggisvörður:
  • Tekur á móti teymi í anddyri
  • Gengur úr skugga um að meðlimir teymis séu með skurðstofugrímu og spritti hendur í anddyri.
  • Fylgir þeim í búningsherbergi á skurðstofu.

  Á skurðstofugangi
  Meðlimir líffærabrottnámsteymis
  • Hreinsa hendur:
   • Við komu á Landspítala
   • Fyrir og eftir snertingu við andlit eða skurðstofugrímu
   • Fyrir og eftir veru í sameiginlegum rýmum starfsmanna (salerni og kaffistofa)
  • Klæðast skurðstofuklæðnaði.
  • Ef skurðaðgerð er löng nota starfsmenn teymis kaffistofu skurðstofugangs. Heimilt er að taka grímu niður þegar matar og drykkjar er neytt en þá er gætt að tveggja metra fjarlægð frá starfsmönnum Landspítala.
  • Skipta um föt að lokinni skurðaðgerð.

  Brottför
  • Öryggisvörður fylgir teymi út sömu leið og komið var inn.
  • Lögregla sér um flutning á Reykjavíkurflugvöll.

  Þrif
  • Starfsmaður skurðstofu sprittar snertifleti í kaffistofu og salerni
  • Skurðstofa er þrifin á hefðbundinn hátt að aðgerð lokinni

  Upplýsingar á ensku fyrir líffærabrottnámsteymið:
  COVID-19_Mottaka_Liffaerabrottnamsteymis_Enska.pdfCOVID-19_Mottaka_Liffaerabrottnamsteymis_Enska.pdf  Fara aftur í verklagsreglu: COVID-19 - sýkingavarnir

  Leitarorð: Líffæraflutningar, harvesting, harvesting teymi, harvesting-teymi, líffæragjafir, líffærabrottnám, Sahlgrenska, líffæragjafi, líffæraflutningur,


Ritstjórn

Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Runólfur Pálsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/31/2020 hefur verið lesið 285 sinnum