../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3280
Útg.dags.: 10/26/2020
Útgáfa: 3.0
27.00.10 COVID-19 - skurðaðgerð hjá sjúklingi með staðfest smit eða í sóttkví
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa meðferð sjúklings á skurðstofu sem er í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19. Breytingar milli útgáfa eru litaðar gular.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Allir sem koma að aðgerðinni og flutningi sjúklings. Skurðaðgerð er frestað ef hægt er þar til sjúklingur er ekki lengur smitandi. Annars er aðgerðin gerð utan dagvinnutíma ef hægt er.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Fyrir aðgerðFyrir aðgerð
      Aðgerðin/meðferðin er framkvæmd á skurðstofu 5 í Fossvogi, skurðstofu 21 á kvennadeild og skurðstofu 4 í neyðartilfellum.

      Ábyrgur skurðlæknir eða deildarlæknir í umboði hans tilkynnir um smit/sóttkví til prógramstjóra/vaktstjóra utan dagvinnutíma um leið og ákvörðun um skurðaðgerð liggur fyrir.

      Fjölda starfsmanna er haldið í lágmarki. Allir viðstaddir eru upplýstir um sýkingu og hvaða ráðstafana er þörf.
      • Handhreinsun/handspritt er mikilvægasti þátturinn í að fyrirbyggja dreifingu sýkinga.
      • Rétt umgengni og þrif á umhverfi eru mikilvæg þegar fyrirbyggja á smitdreifingu.
      • Setja skilti um bann við umgangi á hurð skurðstofu.
      • Hafa allt sem gæti þurft að nota inni á skurðstofu.
      • Allir sem koma nálægt sjúklingi eru með fínagnagrímu sem situr þétt.

      Undirbúningur stofu
      • Breyta þarf loftþrýstingi á stofu í undirþrýsting. Hafa þarf samband sem allra fyrst við rafvirkja eða vélstjóra svo þeir geti brugðist við.
        1. Í Fossvogi er haft samband á dagvinnutíma við Jens í síma 825-5017. Utan dagvinnutíma er haft samband við rafvirkja á vakt í síma: 824-5303
        2. Á Hringbraut er haft samband við vélstjóra á vakt í síma 824-5768 til kl. 20 alla daga og utan þess tíma við bakvakt vélstjóra í síma 824-5613.
      • Tryggt er að ekkert hindri útsog lofts inn í loftristar.
      • Notuð eru einnota lök og koddahlíf.
      • Gerðar eru ráðstafanir ef þarf að þvo eða spúla verkfæri inni á skurðstofu í lok aðgerðar.
      Hide details for Flutningur sjúklings til og frá skurðstofuFlutningur sjúklings til og frá skurðstofu
      • Þess er gætt að engir sjúklingar eða utanaðkomandi starfsmenn séu á flutningsleiðinni og fylgt verklagi um undirbúning flutnings og flutning. Hægt er að fá aðstoð frá vaktmönnum við að halda lyftum og leiðum opnum.
      • Sett er FFP2 eða FFP3 hlífðargríma án ventils á sjúkling eða hann fluttur í flutningshúddi.
      • Skipt er um grímu hjá sjúklingi á þriggja klukkustunda fresti.
      • Allir starfsmenn klæðast ermalöngum hlífðarsloppum, hönskum, bera fínagnagrímu með ventli og augnhlíf.
      • Sjúklingur á að vera í hreinum fötum og í hreinu rúmi eða vagni.
      • Sjúklingi er fylgt beint inn á skurðstofu.

      Að flutningi loknum (sjúklingur kominn inn á skurðstofu)
      Starfsmaður klæðist hlífðarbúnaði og gengur frá vagni eða rúmi sjúklings:
      • Vagn: Lín, ábreiða og koddi er tekið varlega af flutningsvagni, sett í vatnsuppleysanlega poka og sent í þvott. Vagn er sótthreinsaður með Virkon®1% og sprittaður með 70% spritti.
      • Rúm: Stórt lak (plastdýnuhlíf) er breitt yfir rúm sjúklings þegar það er tekið út af skurðstofu og rúm geymt þannig meðan aðgerð er í gangi. Ef skipta þarf um lín á rúmi, þá er það gert á deild sjúklings.
      Hide details for Í aðgerðÍ aðgerð
      Starfsmenn í kring og svæfingateymi
      Undirbúningur sjúklings:
      • Sjúklingur er snertur eins lítið og við verður komið.
      • Allt blóð og vessi er þveginn af húð sjúklings. Húð er síðan undirbúin með klórhexidínspritti eða Clorex svampi (2%).
      • Starfsmaður klæðist:
        • Langerma, vatnsheldum hlífðarslopp, lambhúshettu og innri húfu.
        • Skóm sem mega fara í þvottavél.
        • Tvennum hönskum.
        • Andlitshlíf eða hlífðargleraugum.
      • Starfsmenn sem ekki eru sterilir í aðgerð nota fínagnagrímu FFP2 eða FFP3 en mega hafa ventil. Skipt er um grímu á þriggja klukkustunda fresti eða oftar ef hún blotnar.
      • Ekki má svara símboða eða einkasíma meðan dvalið er inni hjá sjúklingi.
      Starfsmenn í aðgerð
      • Starfsmaður klæðist:
        • Lambhúshettu og innri húfu.
        • Sérstyrktum slopp.
        • Tvennum hönskum.
        • Andlitshlífar eða hlífðargleraugu.
        • Skóm sem mega fara í þvottavél.
      • Starfsmenn sem standa í aðgerð nota veirugrímu FFP2 eða FFP3 án ventils. Skipt er um grímu á þriggja klukkustunda fresti eða oftar ef hún blotnar.
      Hide details for Eftir aðgerðEftir aðgerð
      • Sjúklingur er vaktaður á skurðstofunni þar til hann er tilbúinn til útskriftar á sína heimadeild.
      • Notaður er svartur plastpoki til að flytja sjúkling af skurðarborði.
      • Við flutning sjúklings á gjörgæsludeild eða legudeild, klæðist starfsmaður hreinum hlífðarfatnaði og veiruheldri grímu.
      • Þegar sjúklingur er farinn af skurðstofunni er hurð höfð lokuð á meðan gengið er frá á stofu fyrir þrif.
      • Þegar þrifum er lokið á skurðstofunni hringir skurðhjúkrunarfræðingur í kring í rafvirkja og óskar eftir að loftræstingu sé snúið við á ný.

      Frágangur
        Verkfæri
        • Starfsmaður klæddur vatnsheldum langerma hlífðarsloppi, tvennum hönskum, veiruheldri grímu og augnhlíf tekur við verkfærum, taui og sorpi frá skurðstofu.
        • Menguð verkfæri eru sett beint í þvottavél. Ytri hönskum er strax hent í gulan poka.
        • Verkfæri með holrúmi eru spúluð með enzimblöndu inni á skurðstofu og svo sett í þvottavél.
        • Verkfæri sem eru handþvegin eru þvegin úr enzímblöndu og skoluð inni á skurðstofu og fara síðan í dauðhreinsun í gufusæfi (autoklava) eða í sótthreinsandi vökva, áður en má meðhöndla þau sem ómenguð.
        • Menguðu vatni er fargað í lokuðum umbúðum og sett í poka merktan sóttmengað sbr. upplýsingum hér að neðan.

        Einnota vörur
        Ónotuðum einnota vörum er hent.

        Vessar/blóð
        Ef losa þarf ílát með menguðum vökva eða blóði má annað hvort soga innihaldið upp í sogpoka, þurrka upp með afgangs saltvatnsgrisjum eða setja í lokað ílát í gulan plastpoka merkt sóttmengað.

        Sýni
        Sýnaglös/fötur eru sprittuð og látin í plastpoka eins og venjulega. Utan við skurðstofu eru þau sett í plastfötu sem er merkt sóttmengað. Rannsóknarbeiðni er látin fylgja með í plasti og það vandlega fest við ytri umbúðir en ekki ofan á þeim.

        Sorp og lín
        Meðhöndlun á sorpi og líni er samkvæmt vinnulýsingu. Sorp er sett í gulan poka inni á skurðstofu (fylla að 2/3), honum lokað vandlega og látinn standa á stofu í 30 mínútna loftun. Að því loknu er poki tekinn út af stofu og settur í annan gulan poka. Sóttmengað lín er flokkað og sett í uppleysanlegan poka. Hjúkrunarfræðingur framan við dyr skurðstofu tekur á móti líninu í plastpoka og venjulegum línpoka utan yfir.

        Svæfingaáhöld
        • Svæfingaáhöld eru flutt vandlega innpökkuð á svæfingaskol og sett beint í þvottavél. Notaður er einnota hlífðarsloppur, tvennir hanskar, veiruheld gríma og augnhlíf þegar áhöldin eru sett inn í þvottavélina.
        • Svæfingavél er þrifin samkvæmt verklagi

      Eftir frágang
      • Starfsmenn fara úr hlífðarfatnaði, hönskum, ytri húfu og skóm um leið og skurðstofa er yfirgefin.
      • Gríma og húfa er fjarlægð síðast (þegar komið er fram og búið er að loka hurð skurðstofu) og fleygt í gulan sorppoka.
      • Hendur eru þvegnar og sprittaðar.
      • Skipt er um skurðstofufatnað.

      Þrif
      Stofa á að standa lokuð í a.m.k. 30 mínútur áður en farið er inn til að þrífa.
      • Ræstingafólk klæðist einnota, vatnsheldum hlífðarsloppum, húfu, tvennum hönskum, fínagnagrímur og augnhlíf við þrif. Notaðir eru skór sem mega fara í þvottavél.
      • Dyr eru hafðar lokaðar.
      • Þrifið er með Virkon®1%:
        • Gólf, skurðarborð, armborð, öll borð og tæki sem eru á skurðstofunni.
        • Snertifletir s.s. hurðahúnar, lyklaborð, símar og allir láréttir fletir. Lögð er áhersla á það sem oft er snert.
      • Farið er úr hlífðarfatnaði, hönskum og skóm inni á skurðstofu um leið og skurðstofa er yfirgefin. Gríma og húfa eru fjarlægð síðast, þegar komið er fram og búið er að loka hurð skurðstofunnar.
      • Allur hlífðarfatnaður er settur í gula sorppoka og skór í þvottavél.
      • Hreingerningaáhöld eru þrifin í skolpotti nema þveglasköft eru þvegin með Virkon® 1% og látið þorna. Hönskum er hent.
        1. Á 12CD eru áhöldin þrifin á skoli vöknunar
        2. Á skurðstofu kvenna (23A) á skoli á fæðingargangi.
      • Hendur eru þvegnar og handleggir vandlega upp að olnboga og sprittaðar á eftir. (ath er sprittað)
      • Skipt er um skurðstofuföt.
      • Skurðstofuhjúkrunarfræðingur er látinn vita að þrifum sé lokið til að hægt sé að breyta þrýstingi inni á stofu.
      • Ekki þarf að láta stofu standa eftir þrif.



    Ritstjórn

    Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
    Þórey Erna Guðmannsdóttir
    Margrét Pálsdóttir
    María Garðarsdóttir
    Kristrún Þórkelsdóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Kári Hreinsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
    Þórey Erna Guðmannsdóttir

    Útgefandi

    Kristrún Þórkelsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/13/2020 hefur verið lesið 1349 sinnum