../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3500
Útg.dags.: 10/22/2020
Útgáfa: 2.0
27.00.02.01.03 COVID-19 - vinnusóttkví B-1

Útg.2. - breytingar gular
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skyldum stjórnanda og starfsmanns þegar starfsmaður er í vinnusóttkví B-1 vegna COVID-19
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Þegar farsóttanefnd hefur samþykkt vinnusóttkví B-1 fyrir starfsmann vegna útsetningar við COVID-19.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Þegar starfsmaður er settur í vinnusóttkví B-1 er sá starfsmaður valinn sem hefur verið lengst í sóttkví A ef mögulegt er.
    Vinnusóttkví B-1 varir þar til þrjú neikvæð sýni fyrir COVID-19 liggja fyrir, það síðasta tekið á 7. degi frá útsetningu, þá er sótt um vinnusóttkví C fyrir starfsmann.
    Starfsmaður í vinnusóttkví B-1 fylgir leiðbeiningum Landlæknis um heimasóttkví utan vinnutíma.

    Skilyrði fyrir vinnusóttkví B-1
    1. Nauðsynleg þörf er fyrir vinnuframlag viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja tiltekna starfsemi.
    2. Starfsmaður er einkennalaus og:

    Leiðbeiningar fyrir starfsmenn í vinnusóttkví B-1
    1. Starfsmaður notar hlífðarbúnað í allri umgengni við sjúklinga:
      • Langerma hlífðarslopp
      • Hanska
      • Skurðstofugrímu
    2. Starfsmaður sinnir handhreinsun fyrir og eftir notkun hlífðarbúnaðar, skiptir um hanska eftir samskipti við hvern sjúkling og hlífðarslopp ef hann hefur mengast eða samskiptum við sjúklinga er lokið (t.d. eftir stofugang). Starfsmaður hreinsar hendur fyrir og eftir veru í sameiginlegum rýmum starfsmanna (salerni og kaffistofa)
    3. Í almennum rýmum:
      • Starfsmaður notar skurðstofugrímu öllum stundum
      • Starfsmaður heldur tveggja metra fjarlægð frá öðrum starfsmönnum öllum stundum
      • Heimilt er að taka grímu niður þegar matar og drykkjar er neytt en halda á tveggja metra fjarlægð.
      • Stjórnandi sér til þess að snertifletir í sameiginlegum rýmum þar sem starfsmaður hefur verið eru sprittaðir einu sinni á dag að lágmarki.
    4. Leitast er við að starfsmaður í vinnusóttkví B-1 hafi sér salerni. Ef það er ekki hægt á starfsmaður að spritta alla snertifleti á salerni eftir hverja notkun.
    5. Starfsmaður í vinnusóttkví B-1 sækir ekki önnur rými á Landspítala en nauðsynleg eru starfs hans vegna.
    6. Starfsmaður í vinnusóttkví B-1 fer í sýnatöku fyrir COVID-19:
      • Sama dag og útsetning á sér stað eða næsta dag
      • Á 3-4 degi frá útsetningu
      • Á 7. degi frá útsetningu
    7. Sýni eru tekin á starfsstöð viðkomandi og ábyrgur læknir fyrir sýninu er skráður Már Kristjánsson.
    8. Starfsmaður ber ábyrgð á að sýni sé tekið reglulega.
    9. Þegar niðurstaða úr seinasta sýninu liggur fyrir á 7. degi lýkur heimasóttkví og sóttkví B-1 og starfsmaður vinnur skv. sóttkví C á Landspítala þar til 14 dagar eru liðnir frá útsetningu.

    Veggspjald um sóttkví B

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Hólmfríður Erlingsdóttir
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/21/2020 hefur verið lesið 1139 sinnum