../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3281
Útg.dags.: 01/27/2022
Útgáfa: 6.0
15.03 COVID-19 - viðbúnaður á Kvennadeild
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði á Kvennadeild ef kona er greind með COVID-19 smit eða grunur er um smit. Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu breytast. Breytingar milli útgáfa eru litaðar gular.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Vegna tilmæla frá farsóttarnefnd Landspítala um leiðir til að hindra útbreiðslu COVID-19 eru eftirfarandi ráðstafanir í gildi:
    • Fylgt er verklagsreglu sýkingavarna: COVID-19 og notaður viðeigandi hlífðarbúnaður.
    • Fæðandi konur geta aðeins haft með sér einn aðstandanda, engar undantekningar eru á því.
      • Aðstandandi í sóttkví (einkennalaus) má aðeins fylgja konu í fæðingu ef hún er einnig í sóttkví og einkennalaus.
      • Aðstandandi með COVID-19 smit eða grun um smit getur ekki fylgt konu í fæðingu, jafnvel þó kona sé með COVID-19 smit sjálf.
    • Maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu.
    • Gert er ráð fyrir því að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými.
    • Maki getur ekki gist á fæðingarvakt, þarfnist kona innlagnar t.d. vegna gangsetningar eða verkjameðferðar í aðdraganda fæðingar en getur heimsótt konu í samráði við ljósmæður deildarinnar.

    Viðbúnaður á Kvennadeild
      Kona er með staðfest COVID-19 smit
      Kona með staðfest COVID-19 smit sem eru heima og óska eftir heilbrigðisþjónustu hringir í síma 1700. Ef kona er þunguð og þarf ráðleggingar eða mat vegna einkenna sem tengjast þungun hringir hún beint í skiptiborð Landspítala: 543 1000 og er vísað á viðeigandi stað. Eftir viðtal er ákveðið hvort hún þurfi að koma í skoðun sem fer fram á stofu 1 á 21B eða á bráðamóttöku í Fossvogi, sjá: COVID-19 - verklag á bráðamóttöku í Fossvogi.
      Kona er með staðfest COVID-19 smit og innlögð á A7
      Ef smitsjúkdómalæknar leita eftir ráðgjöf lækna Kvennadeildar er reiknað með að hægt að skoða/veita meðferð á A7 með góðum undirbúningi. Ef um dagvinnutíma er að ræða er ákveðið í samtali við smitsjúkdómalækna hvort þörf er á sérfræðiaðstoð frá kvenlækninga- eða fæðingarteymi. Utan dagvinnutíma hafa læknar á vakt á Kvennadeild með sér samráð um það. Einnig kemur til greina að sérfræðilæknir óski eftir að ljósmóðir fari og sinni konu á A7 eftir samráð við deildarstjóra eða vaktstjóra á 22A/22B.
      • Ef taka þarf fósturhjartsláttarrit er hægt að fara með mónitor af 22A.
      • Ef gera þarf ómskoðun má fara með ómtæki af fæðingarvakt (VenueGo) sem er auðvelt að flytja og þrífa.
      • Ef skoða þarf konu um leggöng eru tekin til þau áhöld sem þarf samkvæmt viðeigandi áhaldaspjaldi í gæðahandbók.
      • Allur búnaður og tæki eru sótthreinsuð og flutt aftur á Kvennadeild.
      • Ef kona þarf að fara í aðgerð eða er í fæðingu er farin stysta leið á skurðstofu/stofu 7 á fæðingarvakt 23B, gegnumsjúkrabílainngang í kvennadeildarhúsi og með lyftu upp á 3. hæð (að höfðu samráði v sýkingavarnir, sjúkraflutningamenn, svæfingalækna og lækna/ljósmæður Kvennadeildar). Í fæðingu og sængurlegu er fylgt verklagi: COVID-19 - fæðing og sængurlega.
      Kona er með einkenni um smit og grunur til staðar en COVID-19 smit er ekki staðfest
      Kona er meðhöndluð líkt og um smit sé að ræða þar til niðurstaða sýnatöku liggur fyrir.

      Kona er í sóttkví
      • Kona sem er heima í sóttkví og óskar eftir heilbrigðisþjónustu á að hringja í síma 1700. Heilsugæslulæknir metur þörf á skoðun og hefur samband við vakthafandi lækni á Kvennadeild sem bókar tíma í skoðun í samráði við sérfræðilækni á vakt og vaktstjóra á 21AM, 22B eða 22A.
      • Ef kona í sóttkví hefur samband við Kvennadeild er henni sinnt símleiðis ef kostur er og bókuðum komum frestað ef hægt er.
      • Þær konur sem þurfa að koma fara inn um sjúkrabílainngang Kvennadeildar. Sjá nánar um móttöku konu: COVID-19 - meðgönguvernd og bráðaþjónusta á 22A og 22B.
      • Ef þörf er á skoðun eða meðferð er koma bókuð á 21AM í lok dagvinnutíma eða á 22B eftir kl. 21:00 ef kostur er á. Utan þess tíma er fylgt verklagi: COVID-19 - meðgönguvernd og bráðaþjónusta á 22A og 22B og COVID-19 - móttaka bráðveikra á kvenlækningadeild 21A.
      • Kona í byrjandi fæðingu fer beint á stofu 7 á fæðingarvakt til mats.

Ritstjórn

Hrund Magnúsdóttir
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Birna G Jónsdóttir
Erla Björk Sigurðardóttir - erlabjsi
María G Þórisdóttir
Kristín Jónsdóttir - kjonsd
Hulda Hjartardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hrund Magnúsdóttir
Birna G Jónsdóttir
Erla Björk Sigurðardóttir - erlabjsi
María G Þórisdóttir
Kristín Jónsdóttir - kjonsd
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/16/2020 hefur verið lesið 1291 sinnum