../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3295
Útg.dags.: 10/26/2020
Útgáfa: 3.0
27.00.10 COVID-19 - viðbúnaður við ísetningu á tracheostomiu á gjörgæslu hjá sjúklingi með staðfest smit eða í sóttkví
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði þegar sett er tracheostomia á gjörgæslu hjá sjúklingi sem er með staðfest COVID-19 smit eða í sóttkví. Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu breytast. Breytingar eru litaðar gular.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Skurðhjúkrunarfræðingur, skurðlæknir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og starfsmaður á verkfæraskoli eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Fyrir aðgerðFyrir aðgerð
      • Prógramstjóra/vaktstjóra skurðhjúkrunarfræðinga (543-7877 Fv./543-7200 Hrb.) er tilkynnt um fyrirhugaða aðgerð af ábyrgum skurðlækni/svæfingalækni/deildarlækni.
      • Skurðhjúkrunarfræðingur tekur til þau tæki, áhöld og önnur aðföng sem þarf til aðgerðar og flytja á gjörgæslu.
      • Verkfærarborð er dúkað upp og undirbúið áður en farið er inn á stofu sjúklings.
      • Sterilt skurðteymi klæðir sig í hlífðarbúnað áður en farið er inn á stofu. Notuð er fínagnagríma FFP2 eða FFP3 án ventils. Ósterilt skurðteymi má nota sömu tegund grímu með ventli.
      • Skurðhjúkrunarfræðingar taka eingöngu það með sér inn á stofuna sem nauðsynlegt er auk sóttmengunarpoka og 4 stykki hvíta plastpoka. Athugið að tracheostomiu vagn á að vera fyrir utan stofu.
        1. Í Fossvogi hefur verið útbúinn poki sem er geyndur ofan á tracheostomiuvagni. Í honum er allt sem þarf að nota í aðgerðinni og er hann tekinn með inn á stofu sjúklings.
        2. Á Hringbraut er tiltekt fyrir einn sjúkling í plastkassa staðsett beint á móti inngang inn á lager frá skurðstofugangi. Fyrir ofan plastkassa er tracheostomiutína og grind með aukahlutum.
      Hide details for Í aðgerðÍ aðgerð
      Einnota vörur eru notaðar þegar því er við komið og forðast að nota verkfæri sem er erfitt að hreinsa.
      Starfsmenn í kring og svæfingateymi
      • Klæðst er eftirfarandi hlífðarbúnaði:
        • Langerma, vatnsheldir hlífðarsloppar, lambhúshetta og innri húfa.
        • Tvennir hanskar.
        • Andlitshlíf eða hlífðargleraugu
        • Starfsmenn sem ekki eru sterilir í aðgerð nota sömu fínagnagrímu FFP2 eða FFP3 en mega hafa ventil
      • Símboða og einkasíma er ekki svarað meðan dvalið er inni hjá sjúklingi.

      Starfsmenn í aðgerð
      • Klæðst er eftirfarandi hlífðarbúnaði:
        • Lambhúshetta og innri húfa.
        • Sérstyrktir sloppar utan yfir hlífðarslopp.
        • Tvennir hanskar.
        • Starfsmenn sem standa í aðgerð nota fínagnagrímu FFP2 eða FFP3 án ventils.
        • Andlitshlíf, hlífðargleraugum eða viftuhjálmi.
      • Sjúklingur er snertur eins lítið og við verður komið.
      • Allt blóð og vessi er þveginn af húð sjúklings. Húð er síðan undirbúin með klórhexidínspritti eða Clorex svampi (2%).
      Hide details for Eftir aðgerðEftir aðgerð
      • Starfsmenn í aðgerð setja drape og einnota vörur í gulan sóttmengunarpoka. Sá poki er svo settur í annan sóttmengaðan poka þegar hann er fjarlægður af stofunni. Ekki fylla poka meira en 2/3.
      • Skurðhjúkrunarfræðingar setja verkfæri og önnur áhöld sem þarf að þrífa í hvítan plastpoka og annan yfir. Loka þarf hvorum poka fyrir sig.
      • Þau aðföng sem voru í plastkassanum og ekki voru notuð skal hent. Á ekki við túburnar sjálfar en alla aðra rekstrarvöru. Fylla þarf á kassann eftir notkun
      • Skurðhjúkrunarfræðingar þrífa tæki s.s. sog og diathermi með Virkon®1% inni á stofu sjúklings. Efnið ætti að fást á gjörgæslu.
      • Tækin eru tekin út af stofunni þar sem þau eru sprittuð áður en farið er með þau aftur á skurðstofu.
      Hide details for FrágangurFrágangur
      Starfsmenn
      • Farið er úr hlífðarfatnaði, hönskum, ytri húfu og skóm um leið og skurðstofa er yfirgefin. Gríma og húfa eru fjarlægð síðast, þegar komið er fram og búið er að loka hurð skurðstofunnar, hent í gulan poka fyrir sóttmengað sorp.
      • Hendur eru þvegnar og sprittaðar.
      • Skipt er um föt.

      Þegar komið er á skurðstofugang er meðhöndlun verkfæra eftirfarandi:

      Verkfæri
      • Starfsmaður á verkfæraskoli klæddur vatnsheldum langerma hlífðarsloppi, tvennum hönskum, fínagnagrímu (FFP2/FFP3) grímu án ventils og augnhlíf tekur við verkfærum. Séu þeir starfsmenn ekki til staðar klæðir skurðhjúkrunarfræðingur sig í sama hlífðarbúnað og hér er lýst.
      • Menguð verkfæri eru tekin úr plastpokum og sett beint í þvottavél. Ytri hönskum er strax hent í gulan poka ásamt plastpokum sem áhöldin komu í.
      • Ef notað var verkfæri með holrúmi er það spúlað með enzímblöndu og síðan þvegið í þvottavél.
      • Menguðu vatni er fargað með því að setja það í lokaðar umbúðir og setja í poka merktan sóttmengað sbr. kafla um vessar/blóð hér að neðan.

      Vessar/blóð
      Ef losa þarf ílát með menguðum vökva eða blóði má ýmist soga upp í sogpoka, þurrka upp með afgangs saltvatnsgrisjum eða setja í lokað ílát í gulan plastpoka merkt sóttmengað.

    Ritstjórn

    Árni Már Haraldsson - arnimh
    Ólöf S Sigurðardóttir
    Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
    Þórey Erna Guðmannsdóttir
    Margrét Pálsdóttir
    María Garðarsdóttir
    Kristrún Þórkelsdóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Kári Hreinsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
    Þórey Erna Guðmannsdóttir

    Útgefandi

    Kristrún Þórkelsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/23/2020 hefur verið lesið 534 sinnum