../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-1111
Útg.dags.: 02/28/2024
Útgáfa: 3.0
12.08.03 Þrýstingssár - öryggiskross
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa notkun á öryggiskrossi fyrir þrýstingssár.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Vaktstjóri, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði merkir inn á öryggiskross á hverjum degi, í síðasta lagi í lok dags.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Skráð er í öryggiskross á hverjum degi.
    • Númerin á krossinum tákna dagsetningu.
    • Merkt er með:
      • Rauðum lit ef þrýstingssár myndast hjá sjúklingi á deildinni
      • Grænum lit ef ekkert þrýstingssár myndaðist þann daginn
    • Fyrsta dag hvers mánaðar er nýr öryggiskross tekinn í notkun. Þá er dagsetning síðasta þrýstingssárs sem myndaðist á deildinni skráð í viðkomandi reit, þannig er hægt að fylgjast með hversu lengi deildin er án nýmyndunar þrýstingssára.
    • Ef þrýstingssár myndast á deild er skráð atvik.
    • Öryggiskross ætti að vera hluti af umbótatöflu deildar.

    Á mynd 1 er dæmi um útfyllingu á öryggiskrossi, búið að merkja fyrstu ellefu daga mánaðarins og hefur þrýstingssár myndast hjá sjúklingi þann fimmta.

    Öryggiskross til útprentunar

    Þrýstingssár - öryggiskross.pdfÞrýstingssár - öryggiskross.pdf

Ritstjórn

Berglind G Chu
Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Guðný Einarsdóttir - gudnye
Hulda Margrét Valgarðsdóttir - huldamv
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún A Hafsteinsdóttir

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/19/2018 hefur verið lesið 695 sinnum