../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3477
Útg.dags.: 08/22/2023
Útgáfa: 2.0
1.03.06 Öryggisinnlit - fyrirmæli skráð í sjúkraskrá og birting á skjáborði
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu fyrirmæla um öryggisinnlit í sjúkraskrá og hvernig niðurtalning birtist á persónulegu skjáborði.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur skráir fyrirmæli um öryggisinnlit við komu á deild. Heilbrigðisstarfsmenn stilla persónulegt skjáborð til að sjá niðurtalningu í öryggisinnlit.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Fyrirmæli um öryggisinnlit
    Fyrirmæli um öryggisinnlit eru gefin í gegnum fyrirmæli í Heilsugátt.
    1. Sjúklingur er valinn.
    2. Smellt er á hnappinn "Fyrirmæli (CPOE)" efst í vinstra horni.
    3. Öryggisinnlit er valið undir flipanum "Öll" - "Almenn".
    4. Valið er hvort öryggisinnlit er á eins eða tveggja tíma fresti og vistað.
    5. Fyrirmælin eru virkjuð og staðan "Virk" er valin. Við það hefst niðurtalning fram að næsta öryggisinnliti í dálkinum "Öryggisinnlit" á persónulegu skjáborði eða deildarskjáborði.
    6. Ef komið er fram yfir skilgreindan tíma á öryggisinnliti litast dálkurinn appelsínugulur. Ef komið er meira en 15 mínútur fram yfir skilgreindan tíma blikkar appelsínuguli liturinn.

    Kvittun fyrir öryggisinnlit
    • Þegar öryggisinnlit hefur verið framkvæmt er smellt á tímann í dálkinum á skjáborði og valið "Skrá". Við það endurstillist tíminn eins og skilgreint er í fyrirmælum. Ekki er sýnilegt í sjúkraskrá að kvittað hafi verið fyrir öryggisinnlit en hægt er að biðja um úttekt á því.
    • Frávik í öryggisinnliti eru skráð í framvindu við hjúkrunargreininguna "Hætta á skaða".

    Stilla persónulegt skjáborð
    Ef dálkurinn "Öryggisinnlit" er ekki á deildarskjáborði þarf að taka yfir deildarskjáborð og gera það að persónulegu skjáborði með því að smella á mynd efst í vinstra horni skjáborðs.

    Fylgt er leiðbeiningum um að stilla persónulegt skjáborð, og dálkurinn "Öryggisinnlit" valinn á persónulegt skjáborð.

Ritstjórn

Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Eygló Ingadóttir - eygloing
Anna María Þórðardóttir
Ingibjörg Sigurþórsdóttir
Katrín Blöndal
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/12/2020 hefur verið lesið 441 sinnum