../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-748
Útg.dags.: 02/21/2023
Útgáfa: 3.0
3.04.01.04 Byltuhætta við útskrift
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa útskrift sjúklings í byltuhættu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi ef sjúklingur er í byltuhættu við útskrift.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Læknir
    • Fer yfir lyf sjúklings, ef sjúklingur er á róandi lyfjum eða svefnlyfjum er metið hvort þörf er á þeim áfram.
    • Ef þörf er á frekari uppvinnslu á byltuhættu sendir tilvísun á byltu- og beinverndarmóttöku, aðrar göngudeildir eða önnur úrræði ef við á.
    • Metur þörf fyrir áframhaldandi endurhæfingu ef við á.
      • Skrifar beiðni um áframhaldandi sjúkraþjálfun.
      • Sækir um endurhæfingarinnlögn.

    Hjúkrunarfræðingur
    • Fræðir sjúkling og aðstandendur um byltuhættu og byltuvarnir.
    • Bendir á fræðsluefni um byltuvarnir.
    • Skráir byltuhættu og tiltekur það í hjúkrunarbréfi ef við á.

    Sjúkraþjálfari
    • Metur þörf á heimilisathugun í samráði við iðjuþjálfa.
    • Metur þörf fyrir hjálpartæki.
    • Kennir á notkun hjálpartækja í samráði við iðjuþjálfa.
    • Metur þörf á áframhaldandi sjúkraþjálfun og eftirfylgni eftir útskrift.
    • Hefur samband við sjúkraþjálfara sem tekur við sjúklingi ef við á.

    Iðjuþjálfi
    • Metur þörf á heimilisathugun í samráði við sjúkraþjálfara.
    • Metur þörf fyrir hjálpartæki.
    • Kennir á notkun hjálpartækja í samráði við sjúkraþjálfara.


Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Eygló Ingadóttir - eygloing
Konstantín Shcherbak - konstant
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/27/2017 hefur verið lesið 879 sinnum