../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3105
Útg.dags.: 10/05/2022
Útgáfa: 1.0
1.06.01 Stafræn móttaka, sending og birting gagna í Heilsuveru
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa sendingu á fræðsluefni, spurningalistum og skilaboðum til sjúklings í gegnum sjúkraskrá og móttöku skilaboða og svara frá sjúklingi.
    Til að sjúklingur fái tilkynningu um skilaboð í Heilsuveru þarf hann að vera með skráð farsímanúmer í Persónuupplýsingum í sjúkraskrá. Til að sjúklingur geti opnað Heilsuveru þarf hann að hafa rafræn skilríki.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Heilbrigðisstarfsmaður þegar senda á fræðsluefni, spurningalista eða skilaboð til sjúklings eða taka á móti skilaboðum frá sjúklingi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Fræðsluefni til sjúklingsFræðsluefni til sjúklings
      Fræðsluefni sent úr Heilsugátt
      1. Samskiptaborð er opnað:
        a. Sjúklingur er valinn og smellt á Samskiptaborð“ í aðgerðarstikunni.

        b. Samskiptaborð valið í gegnum hóp ef það er virkt þar.
      2. Valið er „Senda fræðsluefni“ í Heilsuveru.is


      3. Senda til sjúklings:
        • Hægt er að skrifa texta í reitinn „Bréf til sjúklings“ með fræðsluefninu sem á að senda, eða velja staðlaðan flýtitexta sem til er.
        • Fræðsluefnið er valið með því að skrifa í línuna „Veldu skjöl“ heiti þess sem á að senda. Nóg er að skrifa hluta úr orði.
        • Ýtt er á „Senda“ til að senda textann og fræðsluefnið. Ef sjúklingur hefur ekki virk rafræn skilríki kemur engin aðvörun.



      Hægt er að sjá öll gögn sem send eru með þessari leið í samskiptaborði og í tímalínu.

      Fræðsluefni sent úr Sögu
      1. Meðvera er opnuð og hópur sem sjúklingur tilheyrir er valinn.
      2. Smellt á „hamborgarann“ í enda línunnar sem nafn sjúklings er í.
      3. Valið „Aðgerðir“.
      4. Flipinn „Fræðsluefni“ er valinn.
      5. Fræðsluefni er valið með því að:
        1. Skrifa í línuna „Leita að fræðsluefni í lista“ heiti þess sem á að senda. Nóg er að skrifa hluta úr orði.
        2. Smellt á flipann „Fræðsluefni hópsins“ en í þeim lista er það fræðsluefni úr gæðahandbók sem hefur verið skilgreint fyrir hópinn
        3. Smellt á flipann „Allt fræðsluefni“ en í þeim lista er fræðsluefni úr gæðahandbók sem tengt hefur verið við sjúkraskrá
      6. Ýtt er á „Senda fræðsluefni“. Hægra megin er yfirlit yfir síðustu samskipti.
      7. Ef senda á skilaboð með fræðsluefninu er smellt á flipann „Skilaboð“ þegar búið er að senda og skilaboð skrifuð til sjúklings.

      Hide details for Spurningalistar og skilaboðSpurningalistar og skilaboð
      Spurningalisti og/eða skilaboð sent úr Heilsugátt
      1. Samskiptaborð opnað:
        a. Sjúklingur er valinn og smellt á „Samskiptaborð“ í aðgerðarstikunni.

        b. Samskiptaborð valið í gegnum hóp ef það er virkt þar.
      2. Til að senda skilaboð er valið „Senda skilaboð“ í Heilsuveru.is og til að senda spurningarlista er valið „Sjá eða senda spurningarlista“.

      3. a. Skilaboð send til sjúklings:
        • Skrifaður er texti í textareit eða valinn staðlaður flýtitexti og smellt á senda.

        3. b. Spurningalisti sendur til sjúklings:
        • Spurningalisti er valinn úr fellilista og viðeigandi samskipti valin.
        • Ef sjúklingur hefur ekki virk rafræn skilríki kemur engin aðvörun.

      Hægt er að sjá öll gögn sem send eru með þessari leið í samskiptaborði og í tímalínu.
    Spurningalisti sendur úr Sögu
    Hægt er að senda spurningalista annars vegar úr eyðublaðaeiningu Sögu og hins vegar úr Meðveru.

      Eyðublaðaeining
      1. Sjúklingur er valinn og eyðublaðaeining opnuð.
      2. Viðeigandi samskipti eru valin.
      3. Nýtt eyðublað „Spurningalisti“ er opnað.
      4. Valinn er viðeigandi spurningalisti.
      5. Eyðublað er staðfest og við staðfestingu sendist eyðublað á sjúkling í Heilsuveru.

      Meðvera
      1. Meðvera er opnuð og hópur sem sjúklingur tilheyrir er valinn.
      2. Smellt á „hamborgarann“ í enda línunnar sem nafn sjúklings er í.
      3. Valið „Aðgerðir“.
      4. Flipinn „Spurningalistar“ er valinn.
      5. Spurningalisti er valinn fyllt í viðeigandi reiti
      6. Ýtt á „Senda“.
      Ef símanúmer er skráð í Persónuupplýsingar fær sjúklingur SMS um ný skilaboð í Heilsuveru.
    Skilaboð send úr Sögu
    Hægt er að senda upphafssamskipti úr Meðveru, Umslagi og úr Eyðublaðinu "Rafræn skjöl í HeilsuVeru". Hægt er að svara skilaboðum í Meðveru og í yfirliti stofnunar.

      Ný skilaboð send í Meðveru
      1. Meðvera er opnuð og hópur sem sjúklingur tilheyrir er valinn.
        1. Skilaboð send á einn sjúkling:
          1. Smellt á „hamborgarann“ í enda línunnar sem nafn sjúklings er í.
          2. Valið „Aðgerðir“.
          3. Flipinn „Skilaboð“ er valinn.
        2. Skilaboð send á marga sjúklinga:
          1. Sett er hak í box fyrir framan nöfn þeirra sjúklinga sem eiga að fá skilaboð.
          2. Smellt á umslagið í efra hægra horni og opnast þá skilaboðakassi.
      2. Fyllt er út í reitina og tekin er afstaða til þess hvort sjúklingur geti svarað skilaboðunum í Heilsuveru.
      3. Ýtt á „Senda skilaboð“.

      Ný skilaboð sent úr Umslagi
      1. Smellt er á Umslagið aftan við nafn sjúklings.
      2. Fyllt er út í reitina og tekin er afstaða til þess hvort sjúklingur geti svarað skilaboðunum í Heilsuveru.
      3. Ýtt á „Senda skilaboð“.




      Ný skilaboð sent úr eyðublöðum
      1. Eyðublaðið „Rafræn skjöl í HeilsuVeru“ er stofnað viðeigandi samskiptum.
      2. Eyðublaðið er fyllt út og staðfest. Við staðfestingu sendist eyðublað á sjúkling í Heilsuveru.
      Sjúklingur getur ekki svarað skilaboðum sem send eru með þessum hætti.


    Skilaboð móttekin í Sögu
    Ef sjúklingur hefur svarað skilaboðum eða sent ný skilaboð (er í meðferðarsambandi við teymi eða deild):
      Yfirlit stofnunar
      1. Einingin „Yfirlit stofnunar“ er opnuð.
      2. Smellt á flipann „Vera“.
      3. Listi yfir svör/skilaboð frá sjúklingum birtist.
      4. Smellt er á sjúkling og sjást þá skilaboðin fyrir ofan svargluggann.
      5. Skilaboðum er svarað tekin er afstaða til þess hvort sjúklingur geti svarað skilaboðunum í Heilsuveru eða skilaboðaþræðinum er lokað. Hægt er að nota flýtitexta Ctrl+Shift+T og staðlaða undirskrift Ctrl+Shift+P.
      6. Þegar skilaboðunum hefur verið svarað fer nafn sjúklingsins úr listanum.

      Meðvera
      1. Meðvera er opnuð og hópur sem sjúklingur tilheyrir er valinn.
      2. Umslag birtist fyrir framan nafn sjúklings ef hann hefur sent skilaboð.
        1. Ef smellt er á umslagið opnast sjúklingurinn sem kerfissjúklingur
          1. Hægt er að skoða fyrirspurnir, svör, sent fræðsluefni og spurningalista.
          2. Hægt er að svara fyrirspurn og loka samskiptaþræði.
        2. Smellt á „hamborgarann“ í enda línunnar sem nafn sjúklings er í.
          1. Valið „Aðgerðir“.
          2. Flipinn „Skilaboð“ er valinn.
          3. Erindi er svarað og tekin er afstaða til þess hvort sjúklingur getur svarað skilaboðum í Heilsuveru.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/06/2022 hefur verið lesið 568 sinnum