../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3480
Útg.dags.: 08/10/2021
Útgáfa: 1.0
14.15 Ferli umsókna - innlögn á líknardeild Landspítala Kópavogi
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa viðmiðum og ferli umsókna fyrir innlögn á líknardeild í Kópavogi
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri líknardeildar bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið framfylgt. Skilgreindir aðilar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd


    versnandi sjúkdóma með óstöðug og/eða erfið einkenni eða til lífslokameðferðar
        Hide details for Atriði til athugunar fyrir innlögnAtriði til athugunar fyrir innlögn
        Áður en til innlagnar á líknardeild kemur þurfa eftirtalin atriði að vera frágengin:
        1. Meðferðarstig (FME/LLM) rædd við sjúkling og/eða aðstandendur og skráð í Snjókornið. Í þeim tilfellum sem ekki næst samstaða um viðeigandi meðferðarstig eða slík umræða er talin auka á einkenni sjúklings, þyrfti í það minnsta að:
            • upplýsa sjúkling og aðstandendur um þann aðstöðumun sem er til endurlífgunar og bráðainngripa á líknardeild og bráðadeild
            • skrá meðferðarstig á klínískum forsendur
        2. Sjúklingur og/eða aðstandendur upplýstir um að innlögn á líknardeild er tímabundið úrræði og að sjúklingar sem leggjast inn til einkennameðferðar geta útskrifast í annað meðferðarúrræði (heim, sjúkrahótel, hjúkrunarheimili, aðra deild) þegar/ef ástand sjúklings verður stöðugt eða breytist til batnaðar
        3. Sjúklingar á LSH: Mat á þörf fyrir innlögn á líknardeild fer fram í samvinnu við líknarráðgjafateymi Landspítala. Metin eru einkenni, líðan sjúklings og aðstæður.
        4. Við matið er horft til þess hvort eftirfarandi atriði eru til staðar:
            • líkamleg og/eða andleg einkenni sem valda vanlíðan, láta ekki undan núverandi meðferð og þarfnast sérhæfðrar líknarmeðferðar
            • hröð versnun á einkennum og ástandi
            • tíðar komur á bráðamóttöku vegna einkenna
            • flóknar þarfir sem erfitt er að mæta þar sem sjúklingur er
            • flókin sorgarviðbrögð
            • erfið samskipti í fjölskyldu
            • sjúklingur er deyjandi og erfiðlega gengur að mæta þörfum sjúklings og fjölskyldu þar sem hann er
        Hide details for Umsókn og mat á þörfUmsókn og mat á þörf
        1. Inniliggjandi sjúklingar á LSH: Rafræn beiðni um ráðgjöf send á líknarráðgjafateymi sem metur þörf sjúklings skv. lið 3 hér að ofan og setur á biðlista
        2. Sjúklingar í þjónustu HERU: Hjúkrunarfræðingur og ábyrgur sérfræðilæknir í HERU meta þörf fyrir innlögn og setja inn beiðni um innlögn. Sjúklingur fer á biðlista
        3. Sjúklingar frá heilsugæslu eða öðrum stofnunum: Haft er samband við líknarráðgjafa- teymi í síma: 825-5114 eða 620-1518, sem metur þörf og setur sjúkling á biðlista. Sé þörf á ráðgjöf utan dagvinnutíma er hægt að ná í ráðgefandi sérfræðilækni í líknarlækningum í gegnum skiptiborð Landspítala 543 1000
        4. Fyrir bráðainnlagnir:Úr heimahúsi (HERA) eða frá bráðamóttöku er haft samband við deildarstjóra á dagvinnutíma í síma: 825-0951 / vaktstjóra: 620-1599 eða vakthafandi sérfræðilækni á líknardeild
        Hide details for BiðlistiBiðlisti
        Ef sjúklingur er metinn í þörf fyrir innlögn er hann settur á biðlista nema ef um
      bráðainnlögn er að ræða
        Hide details for InnlögnInnlögn
        Sjúklingur fær pláss á líknardeild.
        Leitarorð: lífslok, umsókn líknardeild, ferli umsókna, líknardeild, innlögn, beiðni um pláss, deyjandi

        Ritstjórn

        Arna Dögg Einarsdóttir
        Katrín Edda Snjólaugsdóttir - katrinsn
        Margrét O Thorlacius
        Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir
        Kristín Lára Ólafsdóttir
        Svandís Íris Hálfdánardóttir
        Valgerður Sigurðardóttir

        Samþykkjendur

        Valgerður Sigurðardóttir

        Ábyrgðarmaður

        Valgerður Sigurðardóttir

        Útgefandi

        Margrét O Thorlacius

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 08/10/2021 hefur verið lesið 409 sinnum