../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-4324
Útg.dags.: 05/04/2023
Útgáfa: 2.0
1.06.01 DRG - skráning í eyðublað á bráða-, dag- og göngudeildum (ICD-10 kóðun)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu ICD-10 kóða á bráða-, dag- og göngudeildum við greiningu heilsufarsvanda.
    Kóðun með ICD-10 er forsenda fyrir fjármögnun skv. DRG kerfi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Setja á ICD-10 kóða á hverja komu sjúklings óháð því hvaða heilbrigðisstarfsmaður veitir sjúklingi meðferð. Skráð er í eitt eftirfarandi eyðublaða:
    • Aðgerðarlýsing
    • Bráðamóttökuskrá
    • Dagdeildarskrá
    • Dagnóta
    • Göngudeildarskrá
    • Læknabréf án legunúmers
    • Meðferðarseðil
    Læknir leggur fram sjúkdómsgreiningu. Aðrar heilbrigðisstéttir nota þá sjúkdómsgreiningu til að kóða komu.
    Ef sjúkdómsgreining hefur ekki verið lögð fram í fyrri komum þarf sá heilbrigðisstarfsmaður sem veitir sjúklingi meðferð að leggja fram sjúkdómsgreiningu skv. ICD-10 flokkunarkerfinu.
    • Dæmi: Sjúklingi er vísað á sáramiðstöð vegna fótasárs. Hjúkrunarfræðingur sem veitir sjúklingi meðferð leggur fram ICD-10 greininguna L97 Fótasár.
    • Dæmi: Sjúklingur sem fékk plötu í úlnlið eftir tilfært úlnliðsbrot fer til sjúkraþjálfara í endurhæfingu. Sjúkraþjálfari sem veitir sjúklingi meðferð leggur fram ICD-10 greininguna Z50.9 Endurhæfing, ekki nánar tilgreind og aukasjúkdómsgreininguna sem læknir lagði fram þegar gert var við brotið.

    Skráning skv. öðrum flokkunarkerfum (t.d. NIC, Nanda, ICF, ICPC, NCSP+) er óbreytt.

    Nánari leiðbeiningar: Skráning sjúkdómsgreininga fyrir dag- og göngudeildir

    Skráning í Sögu
    Hægt er að skrá greiningu með því að ýta á punktana þrjá eða nota flýtihnapp, A. Sá flýtihnappur setur sjálfkrafa inn þær greiningar sem voru notaðar í síðustu samskiptum sjúklings.


    Skráning í Heilsugátt
    Hægt er að skrá beint í reitinn "Greiningar" eða smella á hnappinn "Valdar greiningar".

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Hlíf Steingrímsdóttir - hlifst
Íris Jónbjörnsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/26/2016 hefur verið lesið 487 sinnum