../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2272
Útg.dags.: 02/09/2024
Útgáfa: 2.0
1.08.10.01 Auðkenniskort fyrir nemendur og kennara á Landspítala
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa kröfum um auðkenniskort nemanda í ólaunuðu verknámi á Landspítala og kennara þeirra, hvernig sótt er um auðkenniskort, gildistíma og skil á auðkenniskorti.
    • Nemendum í ólaunuðu verknámi á Landspítala og kennurum þeirra er skylt að bera auðkenniskort, þannig að það sé sýnilegt sjúklingum, starfsmönnum, aðstandendum, öryggisvörðum og öðrum.
    • Auðkenniskort eru í eigu Landspítala og ber nemendum og kennurum að varðveita þau tryggilega.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Nemendur og kennarar sækja um auðkenniskort, varðveita og skila.
    • Menntadeild skráir nemendur í Nemaskrá Landspítala.
    • Mannauðsdeild sér um útgáfu auðkenniskorta.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Auðkenniskort nemenda og kennaraAuðkenniskort nemenda og kennara
      • Auðkenniskort er með mynd, nafni og starfsheiti.
      • Auðkenniskort nemanda er með grænni rönd. Í þeim tilfellum sem nemandi er jafnframt starfsmaður spítalans og ekki með sama starfsheiti er hann með tvö auðkenniskort, eitt með blárri rönd (fyrir starfsmenn) og annað með grænni rönd (fyrir nemendur).
      • Auðkenniskort kennara er með rauðri rönd. Ef kennari er jafnframt starfsmaður spítalans getur hann notað auðkenniskort með blárri rönd (fyrir starfsmenn).
      • Auðkenniskort veitir aðgang að viðeigandi deildum og aðstöðu á Landspítala í samræmi við skráningu í Nemaskrá.
      • Auðkenniskort veitir starfsmannaafslátt af framreiddum mat í matsölum Landspítala.
      Hide details for Sótt um auðkenniskortSótt um auðkenniskort
      Nemandi
      • Sækir um auðkenniskort á netinu.
      • Sendir passamynd með einlitum bakgrunni með umsókninni. Einnig er hægt er að fara í myndatöku í Skaftahlíð 24. Opnunartími er kl. 10-12 og kl. 13-15, virka daga. Sími 543-1880 og netfang audkort@landspitali.is.
      • Velur hvort auðkenniskort verði sótt í Skaftahlíð 24 eða hvort auðkenniskort sendist á námsdeild.

      Mannauðsdeild
      • Útbýr auðkenniskort þegar menntadeild hefur skráð nemanda í Nemaskrá og nemandi sótt um auðkenniskort. Menntadeild skráir nemanda í Nemaskrá að beiðni skóla.
      Kennari
      • Sækir um auðkenniskort með því að senda beiðni á verkefnastjóra á menntadeild, sem fyllir út umsókn.
      • Sendir með beiðninni passamynd með einlitum bakgrunni eða fer í myndatöku í Skaftahlíð 24, þar sem hann fær afhent auðkenniskort.
      Hide details for Gildistími auðkenniskortsGildistími auðkenniskorts
      Auðkenniskort nemanda gildir þar til nemandi útskrifast en er virkt á skráðum verknámstíma í Nemaskrá.

      Hægt er að virkja auðkenniskort, þrátt fyrir að gildistími á auðkenniskorti sé útrunninn.

      Auðkenniskort kennara gildir að jafnaði í tvö ár í senn. Ef fyrir liggur að kennari hefur umsjón með nemendum á Landspítala tímabundið gildir auðkenniskortið í styttri tíma. Ef óskað er eftir framlengingu á gildistíma auðkenniskorts sendir skóli beiðni um framlengingu á audkort@landspitali.is. Skóli upplýsir audkort@landspitali.is ef kennari hefur ekki lengur umsjón með nemendum í verknámi á Landspítala.
      Hide details for Skil á auðkenniskortiSkil á auðkenniskorti
      Nemandi skilar auðkenniskorti til ritara á námsdeild við útskrift eða þegar námi er hætt. Nemandi sem hefur störf á Landspítala eftir útskrift sækir um nýtt auðkenniskort með nýju starfsheiti.

      Kennari skilar auðkenniskorti í Skaftahlíð 24, ef fyrir liggur að hann muni ekki frekar hafa umsjón með nemendum í verknámi á Landspítala.



Ritstjórn

Eygló Ingadóttir - eygloing
Anna María Þórðardóttir
Karenina Kristín Chiodo - karenina
Linda Björk Loftsdóttir - lindalo
Regína Ásdísardóttir - regina

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hrund S Thorsteinsson

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/20/2023 hefur verið lesið 758 sinnum