../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-167
Útg.dags.: 12/14/2020
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Saga - rafræn sending eyðublaða
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa rafrænni sendingu eyðublaða úr sjúkraskrá. Leiðbeiningin á ekki við um rafræna sendingu lyfseðla.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Eyðublað er sent rafrænt með einni af eftirfarandi leiðum:
      • Ýta á hnapp í hnappastiku efst eða hægra megin við eyðublaðaglugga
      • Hægrismella á eyðublaðið og velja "Senda blað rafrænt"
      • Með flýtileið "Ctrl+Shift+s"
    2. Gluggi opnast þar sem viðtakandi (stofnun) er valin. Hægt er að skrifa í leitarlínu hluta úr heiti.
    3. Hægt er að skrifa skilaboð í neðri hluta gluggans, t.d. símanúmer sendanda.
    4. Ýtt á senda.

    Í gulri línu fyrir ofan eyðublaðið má sjá stöðu þess í rafræna ferlinu. Með því að smella á gula borðann opnast gluggi "Rafræn slóð eyðublaðs" með lista yfir stöður í rafræna ferlinu og alla sem fengið hafa blaðið rafrænt.

    Nánari leiðbeiningar eru á vefsíðu Origo og leiðbeiningum Landspítala um rafræna sendingu eyðublaða.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/17/2016 hefur verið lesið 397 sinnum