../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-049
Útg.dags.: 12/14/2020
Útgáfa: 2.0
1.06.01 Skráning í meðferðareiningu Sögu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við skráningu í meðferðareiningu Sögu
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrá í meðferðareiningu Sögu sem næst rauntíma samkvæmt stefnu um skráningu hjúkrunar.
    Sjúkraliðar staðfesta verkþætti og skrá framvindu í undantekningartilvikum / þar sem það á við.
    Útskriftaráætlun skrá allir faghópar sem koma að útskrift sjúklings.
    Hide details for SkilgreiningSkilgreining
    Hjúkrunarferli samanstendur af upplýsingaskrá, hjúkrunargreiningum, áætlun um hjúkrunarmeðferð, framvindu og útskriftaráætlun.
    • Upplýsingaskrá er skrá sem felur í sér upplýsingar um ástand og heilsu sjúklings. Skráð er samkvæmt heilsufarslyklum til að flokka og skipuleggja upplýsingarnar. Þær byggja á viðtali við sjúkling og/eða fjölskyldu hans, skoðun og kerfisbundnu mati.
    • Hjúkrunargreining lýsir hjúkrunarvandamáli sem byggir á upplýsingum, einkennum, áhættuþáttum og hlutlægum mælingum.
    • Hjúkrunarmeðferð er áætlun um meðferð byggð á hjúkrunargreiningum.
    • Framvinda lýsir svörun sjúklings við veittri meðferð, líðan hans og breytingu á ástandi sem tengist ákveðnu hjúkrunarvandamáli. Forsenda fyrir skráningu á framvindu er greining hjúkrunarvandamáls.
    • Útskriftaráætlun felur í sér áætlun um útskrift sjúklings.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Einingin er opnuð með því að:
    • Ýta á "Meðferð" vinstra megin á stikunni í Sögu
    • Með flýtileið <Alt Gr> m
      Hide details for Skráning í upplýsingaskráSkráning í upplýsingaskrá
      • Upplýsingar um tilefni og ástand sjúklings eru skráðar innan klukkustundar, núverandi heilbrigðisástand innan 4 klukkustunda og aðrar viðeigandi upplýsingar innan 8 klukkustunda frá komu eða innlögn. Eldri upplýsingaskrá er endurskoðuð og uppfærð sé hún til staðar.
      • Nýjum upplýsingum er bætt við þegar þeirra er aflað sem næst rauntíma.

      Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo.
      Hide details for Skráning hjúkrunarvandamála, einkenna, áhættuþátta og líklegra orsakaSkráning hjúkrunarvandamála, einkenna, áhættuþátta og líklegra orsaka
      • Bráð hjúkrunarvandamál sem krefjast skjótra úrlausna eru skráð innan 4 klukkustunda frá komu eða innlögn en önnur innan 8 klukkustunda. Einkenni og áhættu- eða orsakaþættir eru skráðir tengdir hjúkrunarvandamáli.
      • Hjúkrunarvandamál eru endurmetin á hverri vakt, oftar ef þörf krefur og lokið ef þau eru ekki lengur til staðar.

      Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo og á YouTube rás.
      Hide details for Skráning hjúkrunarmeðferða og verkþáttaSkráning hjúkrunarmeðferða og verkþátta
      • Hjúkrunarmeðferð/-áætlun við bráðum hjúkrunarvandamálum er skráð innan 4 klukkustunda frá komu, önnur innan 8 klukkustunda. Hún er endurmetin daglega, oftar ef þörf krefur og lokið ef vandamál er ekki lengur til staðar eða meðferð ber ekki árangur.
      • Verkþættir eru notaðir til að skýra einstaka þætti og tíðni meðferðar.

      Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo og á YouTube rás.
      Hide details for Skráning framvinduSkráning framvindu
      • Framvinda lýsir líðan og svörun við veittri meðferð og er skráð við hvert hjúkrunarvandamál sem næst rauntíma. Jafnframt eru skráðar upplýsingar um frávik sem þarf að miðla og krefjast viðbragða.
      • Staðfesting á framkvæmd verkþátta er hluti af framvinduskráningu.

      Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo og á YouTube rás
      Hide details for Skráning í útskriftaráætlunSkráning í útskriftaráætlun
      • Áætlaður útskriftardagur varpast í útskriftaráætlun úr Legu eða af skjáborði.
      • Drög að útskriftaráætlun eru gerð innan 8 klukkustunda frá komu eða um leið og upplýsingar liggja fyrir.
      • Endanleg útskriftaráætlun á að liggja fyrir þegar bráðaástandi eða virkri meðferð er lokið.

      Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo.


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2016 hefur verið lesið 1016 sinnum