../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2273
Útg.dags.: 04/15/2024
Útgáfa: 1.0
12.08.05 Þrýstingssáravarnir - dýnur
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa eiginleikum, notkun, geymslu á dýnum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for SvampdýnaSvampdýna
      Optimal 5zon - svampdýna



      Svampdýna hentar sjúklingum sem falla undir eitthvað af eftirfarandi
      • Þurfa ekki loftdýnu.
      • Eru undir 180 kg.
      • Eru ekki með þrýstingssár.
      • Eru hvort sem er í áhættu eða ekki í áhættu fyrir myndun þrýstingssára.
      • Eru börn.

      Eiginleikar svampdýnu
      • Er úr þrýstingsdreifandi tveggja laga svampi, efra lag er teningaskorið.
      • Setstyrking er í miðju dýnunnar.
      • Áklæði svampdýnu er vatns- og örveruhelt.
      • Á áklæði er límmiði með upplýsingum um dýnuna svo sem hámarks þyngd sjúklings, framleiðsludegi, stærð og heiti dýnu.
      • Stærð dýnu er 90 x 200 cm.

      Atriði sem þarf að varast þegar svampdýna er notuð
      • Að oddhvassir hlutir komi nálægt dýnu þar sem auðveldlega er hægt að gera gat á dýnuáklæði og þá eru bæði dýnuáklæði og dýna ónýt.
      • Ekki skal opna dýnuáklæði nema það hafi verið þrifið og sótthreinsað samkvæmt leiðbeiningum.

      Notkun svampdýnu
      • Svampdýna skal liggja ofan á rúmbotni, ekki skal leggja aðra dýnu ofan á svampdýnu.
      • Nota skal lak yfir svampdýnuna. Forðast skal að nota mörg lög af lökum og undirbreiðslum. Íhugið vel þörf hvers undirlags sem er á milli sjúklings og dýnu og fjarlægið þau sem ekki sinna einhverjum tilgangi.
      • Handföng á áklæði eru til að flytja dýnuna, ekki sjúkling.
      • Teningaskorna hlið dýnunnar og merkingar á áklæði eiga að snúa upp.
      • Það skiptir ekki máli hvor endi dýnunnar snýr að höfða- eða fótalagi.
      • Áklæði skal vera að fullu rennt saman svo ekki berist vökvi og/eða mengandi efni inn í svampinn og faldur á hlið áklæðis skal liggja yfir rennilás (sjá mynd).
      • Ef þörf er á framlengingu við dýnu á að setja hana höfðalags megin við dýnu.

      Geymsla svampdýnu
      • Geyma skal svampdýnu flata eða upp rúllaða, á þurrum stað við stofuhita.
      • Ef geyma þarf svampdýnu lengur en þrjá mánuði skal geyma hana í flatri stöðu.
      • Stafla má dýnum upp en forðast skal að hafa annað farg ofan á svampdýnu eins og vökvastand, rúmgrind og þess háttar.
      • Svampdýna skal varin fyrir óhreinindum, vökva, sólarljósi, raka, oddhvössum hlutum eða öðru því sem getur skemmt hana.
      • Geyma skal svampdýnu með áklæði renndu alla leið svo það hylji svampinn.

      Þrif og gæðamat svampdýnu, sjá nánar í leiðbeiningum
      • Þegar svampdýna er tekin í notkun, hvort sem um nýja svampdýnu er að ræða eða svampdýnu sem tekin er úr geymslu, skal hún þvegin og sótthreinsuð eins og gert er á milli sjúklinga.
      • Svampdýna er ekki í lagi ef áklæði er slitið, á því eru göt eða blettir, rennilás er ekki í lagi eða handföng rifin.
      • Svampdýna er ekki í lagi ef svampur er orðinn bældur (oftast í miðju dýnu) og hægt er að finna fyrir rúmbotni þegar þrýst er á yfirborð svampdýnu.
      Hide details for Loftdýna án mótorsLoftdýna án mótors
      CuroCell AREA Zone - Loftdýna án mótors


      Loftdýna án mótors hentar sjúklingum sem falla undir eitthvað af eftirfarandi

      • Eru undir 230 kg.
      • Eru í mikilli áhættu fyrir myndun þrýstingssára.
      • Eru með þrýstingssár á stigi 1 og/eða 2.
      • Eru börn.

      Eiginleikar loftdýnu án mótors
      • Efra lagið er úr teningaskornum þrýstingsdreifandi svampi og neðra lag eru lofthólf umkringd svampi (sjá mynd).
      • Þegar sjúklingur hreyfir sig á dýnunni færist loft á milli lofthólfa undan þunga sjúklings og þannig fæst góð þrýstijöfnun.
      • Áklæði dýnu er vatns- og örveruhelt.
      • Á áklæði er límmiði með ýmsum upplýsingum um dýnuna svo sem hámarks þyngd sjúklings, framleiðsludag, stærð og heiti dýnu.
      • Dýnan er með innbyggðu hælasvæði sem samanstendur af svampi sem þynnist eftir því sem nær dregur fótaenda dýnunnar.
      • Dýnan hefur styrkta hliðarkanta.
      • Stærð dýnu er 90 x 200 cm.

      Atriði sem þarf að varast þegar loftdýna án mótors er notuð
      • Ekki er ráðlagt að taka röntgenmynd í gegnum loftdýnu án mótors þar sem hætta er á að mynd geti orðið óskýr eða myndgæði leitt til villu í sjúkdómsgreiningu.
      • Að oddhvassir hlutir komi nálægt dýnu þar sem auðveldlega er hægt að gera gat á dýnuáklæði þá eru bæði dýnuáklæði og dýna ónýt.
      • Ekki skal opna dýnuáklæði nema það hafi verið þrifið og sótthreinsað samkvæmt leiðbeiningum.

      Notkun loftdýnu án mótors
      • Dýnan skal liggja ofan á rúmbotni, ekki skal leggja aðra dýnu ofan á loftdýnu án mótors.
      • Nota skal lak yfir dýnuna. Forðast skal að nota mörg lög af lökum og undirbreiðslum. Íhugið vel þörf hvers undirlags sem er á milli sjúklings og dýnu og fjarlægið þau sem ekki sinna einhverjum tilgangi.
      • Dýnan getur aðeins snúið á einn veg. Teningaskorni svampurinn skal snúa upp og mikilvægt er að hælasvæði dýnunnar sé við fótagafl rúms. Áklæði hefur mynd af iljum á hælasvæði.
      • Áklæði skal vera að fullu rennt saman svo ekki berist vökvi og/eða mengandi efni inn í svampinn eða lofthólfin, faldur á hlið áklæðis skal liggja yfir rennilás (sjá mynd).
      • Handföng á áklæði eru til að flytja dýnuna, ekki sjúkling.
      • Ef þörf er á framlengingu við dýnu á að setja hana höfðalags megin við dýnu.

      Geymsla loftdýnu án mótors
      • Loftdýna án mótors skal varin fyrir óhreinindum, vökva, raka, oddhvössum hlutum, sólarljósi/hita eða öðru því sem getur skemmt hana.
      • Forðast skal að geyma loftdýnu án mótors samanbrotna.
      • Stafla má öðrum dýnum ofan á loftdýnu án mótors en forðast skal að hafa annars konar farg ofan á svo sem vökvastatíf, rúmgrindur og þess háttar.
      • Geyma skal loftdýnu án mótors með áklæði renndu alla leið svo það hylji svampinn og lofthólfin.

      Þrif og gæðamat loftdýnu án mótors, sjá nánar í leiðbeiningum
      • Þegar loftdýna án mótors er tekin í notkun, hvort sem um nýja dýnu er að ræða ræða eða dýnu sem tekin er úr geymslu, skal hún þvegin og sótthreinsuð eins og gert er á milli sjúklinga.
      • Dýnan er ekki í lagi ef áklæði er slitið, á því eru göt eða blettir, rennilás er ekki í lagi eða handföng rifin.
      • Dýna er ekki í lagi ef sjáanleg dæld er í dýnunni (oftast í miðju dýnu).
      • Ef sjúklingur segist finna fyrir rúmbotni eða starfsmanni grunar að svo sé, til dæmis roðablettir myndast á húð sjúklings þarf að setja dýnuna í frekara gæðamat.
      Hide details for Loftdýna með mótorLoftdýna með mótor
      CuroCell A4 CX15 - Loftdýna með mótor


      Loftdýna með mótor hentar sjúklingum sem falla undir eitthvað af eftirfarandi
      • Eru undir 220 kg.
      • Eru í mikilli áhættu fyrir myndun þrýstingssára.
      • Eru með þrýstingssár á stigi 1, 2, 3 og/eða 4, grun um djúpan vefjaskaða eða óstiganleg þrýstingssár.
      • Eru að lágmarki 120 cm á hæð.
      • Hafa farið í aflimun á neðri útlimum.

      Eiginleikar loftdýnu með mótor
      • Loftdýna með mótor (sjá mynd 1) er með tvö lög af lofthólfum. Í efra lagið er hægt að stýra loftflæði á nokkra vegu. Neðra lagið er ekki tengt mótornum og er eins konar öryggisdýna, sem verndar sjúkling frá því að liggja á rúmbotni ef lofthólfin tengd mótor tæmast.
      • Dýnan og mótorinn eru með sjálfstillandi virkni þar sem innbyggðir skynjarar aðlaga innri þrýsting dýnunnar út frá þyngd og legu hvers sjúklings. Vegna þessa þarf að núllstilla mótorinn á milli sjúklinga með því að lofttæma dýnuna með Pack & Go" aðferðinni (sjá töflu 1).
      • Áklæði dýnu er vatns- og örveruhelt.
      • Á áklæði er límmiði með ýmsum upplýsingum um dýnuna svo sem hámarks þyngd sjúklings, framleiðsludegi, stærð og heiti dýnu.
      • Stærð dýnu er 90x200 cm.

      Atriði sem þarf að varast þegar loftdýna með mótor er notuð
      • Ekki er ráðlagt að nota loftdýnu með mótor hjá sjúklingum með óstöðug hryggbrot.
      • Alltaf skyldi hafa samráð við lækni ef grunur leikur á því að sjúklingur megi ekki liggja á undirlagi sem hreyfist.
      • Ekki er ráðlagt að taka röntgenmynd í gegnum loftdýnu með mótor þar sem hætta er á að mynd geti orðið óskýr eða myndgæði leitt til villu í sjúkdómsgreiningu.
      • Að oddhvassir hlutir komi nálægt dýnu þar sem auðveldlega er hægt að gera gat á dýnuáklæði og/eða lofthólf.
      • Mikilvægt er að rennilás á dýnuáklæði sé að fullu renndur svo ekki berist vökvi og/eða mengandi efni inn í lofthólfin. Faldur á hlið áklæðisins skal liggja yfir rennilás.
      • Ekki skal opna dýnuáklæði nema það hafi verið þrifið og sótthreinsað samkvæmt leiðbeiningum.
      • Ekki skal nota dýnuna inni á baðherbergjum eða þar sem hætta er á að mótor komist í snertingu við vökva (ekki verið að tala um þrif með rökum klút).
      • Verjið dýnu og mótor fyrir beinu sólarljósi, heitum flötum, hitalömpum og þess háttar.
      • Þegar hækkað er undir höfði sjúklings, gætið þess að sjúklingur eða dýna renni ekki niður. Best er að hækka undir fótum áður en höfðalag er hækkað.

      Notkun loftdýnu með mótor
      • Þegar loftdýna með mótor er tekin í notkun, hvort sem um nýja loftdýnu er að ræða eða loftdýnu sem tekin er úr geymslu, skal hún og mótorinn þrifin og sótthreinsuð eins og gert er á milli sjúklinga samkvæmt leiðbeiningum.
      • Nota skal lak yfir dýnuna. Forðast skal að nota mörg lög af lökum og undirbreiðslum. Íhugið vel þörf hvers undirlags sem er á milli sjúklings og dýnu og fjarlægið þau sem ekki sinna einhverjum tilgangi.
      • Forðast skal að strekkja lök það fast utan um dýnuna að það hindri lofthólf í að fyllast og tæmast.
      • Handföng á áklæði eru ætluð til nota þegar verið er að flytja dýnuna, ekki sjúkling.
      • Ef þörf er á framlengingu við dýnu á að setja hana höfðalags megin við dýnu.

        1. Stjórnborð
        2. Tengi fyrir loftslöngu (CPR)
        3. Rofi
        4. 3,5 mm tengi – eingöngu fyrir framleiðanda
        5. Tengi fyrir rafmagnssnúru
        6. Loftsía
        7. Festingar mótors
        8. Rafmagnstengill

        Eftirfarandi myndband sýnir hvernig á að taka „CuroCell A4 CX15" loftdýnu með mótor í notkun https://www.youtube.com/watch?v=b_Zp75D67pE
        1. Dýnan er lögð beint ofan á rúmbotn.
        2. Dýnan getur aðeins snúið á einn veg. Mikilvægt er að fótaendi dýnunnar sé við fótagafl rúms. Merkingar á dýnuhlíf eiga að snúa upp og mynd af iljum til fóta.
        3. Festa þarf dýnuna við rúmbotninn með þar til gerðum festingum. Við höfðagafl eru fjórar festingar og við fótagafl eru tvær festingar.
        4. Mótor er festur við fótagafl rúmsins, slökkt skal vera á rofanum og þess gætt að festingar mótors séu færðar saman að rúmgafli svo minni líkur séu á að þær valdi sjúklingi skaða (sjá mynd 3).
        5. Opnið lok á loftslöngu (merkt CPR) og tengið hana við mótorinn. Það heyrist smellur þegar loftslangan er tengd við mótorinn (sjá mynd 4).
        6. Rafmagnssnúra er þrædd inn í sérstakan vasa á dýnunni og hólfinu lokað með smellum.
        7. Setjið rafmagnstengilinn í samband við rafmagn í vegg.
        8. Tengið rafmagnssnúruna við mótorinn og kveikið á mótornum með því að ýta á rofann (sjá mynd 5).
        9. Ljós við forstillta meðferðarstillingu (bylgjuhreyfingu - „pulsating") mun blikka á meðan dýnan er að fylla sig af lofti (tekur um 20-30 mínútur).
        10. Dýnan er tilbúin til notkunar þegar ljós á meðferðarstillingu hættir að blikka og logar stanslaust.

      Endurlífgun - CPR
      • Ef þörf er á endurlífgun fjarlægið þá loftslöngu (merkt CPR) frá mótor og hafið lokið á slöngunni opið svo hægt sé að tæma dýnuna snögglega af lofti (sjá mynd 6).

      Sjúklingur fluttur í rúmi
      • Fjarlægið loftslöngu frá mótor (merkt CPR) og lokið lokinu á slöngunni eða takið rafmagnstengilinn úr sambandi frá veggnum. Í báðum tilvikum helst loftið í dýnunni í að minnsta kosti 12 klukkutíma.

      Endurræsing á mótor
      • Ef þörf er á að endurræsa mótor þá slökkvið á rofanum og bíðið í 10 sekúndur áður en kveikt er á honum aftur.
      • Í rafmagnsleysi ætti að fjarlægja loftslöngu frá mótor (merkt CPR) og loka lokinu á slöngunni. Loft á að haldast í dýnunni í að minnsta kosti 12 klst.

      Geymsla loftdýnu með mótor
      • Þvo, sótthreinsa og gæðameta skal dýnu samkvæmt leiðbeiningum áður en hún er lofttæmd á milli sjúklinga.
      • Ekki má liggja á dýnunni þegar hún er lofttæmd.
      • Brjóta má loftdýnu saman þegar loftið hefur verið tæmt úr henni og gott er að nota sérstaka tösku til að geyma loftdýnu og mótor.
      • Loftdýna og mótor sem er í geymslu skal varin fyrir óhreinindum, vökva, raka, oddhvössum hlutum, sólarljósi/hita eða öðru því sem getur skemmt það.
      • Forðast skal að hafa farg ofan á loftdýnu með mótor sem er í geymslu.
      • Alltaf skal geyma dýnu með áklæði renndu alla leið svo það hylji lofthólfin.

      Stillingar
      • Dýnan stillir sig sjálfkrafa eftir hæð, þyngd og staðsetningu sjúklings þegar sjúklingur hreyfir sig á dýnunni og með reglulegu millibili.

        Mynd 7 - Stjórnborð mótors

    Tafla 1. Útskýringar á stjórnborði.
      Stjórnborð
    Virkni
    Slökkt á aðvörunarhljóði.  
    Takkaborð læst eða aflæst. Ljós þýðir að takkaborð sé læst. Takkaborð læsist sjálfkrafa ef enginn takki hefur verið snertur í 5 mínútur til að varna því að meðferðarstillingum sé óvart breytt.
    Til að aflæsa takkaborði þarf að halda takkanum inni í 2 sekúndur.  
    Pack & Go – Aðgerð til að lofttæma dýnu og endurstilla mótor á milli notenda. Takka haldið inni í 2 sekúndur, þá byrjar ljósið að blikka. Lofttæming tekur um 20 mínútur og gefur mótorinn frá sér hljóð þegar því er lokið. 
    Breytilegur þrýstingur (e. Alternating)
    • Annað hvort lofthólf tæmist/fyllist og þrýstingi er aflétt á mismunandi svæði líkamans til skiptis.
    • Hægt er að velja þann tíma sem tekur fyrir þrýsting að breytast í lofthólfum. Ráðlagður tími er 10 mínútur.
    Bylgjuhreyfing (e. Pulsating)
    • Þegar kveikt er á mótor fer hann sjálfkrafa á þessa stillingu.
    • Mælt er með því að þessi meðferðarstilling sé notuð.
    • Breytilegur lágþrýstingur er í lofthólfum. Loftið færist á milli með bylgjuhreyfingu. Blóðflæði til vefja verður jafnara og notandi finnur minna fyrir því þegar lofthólf tæmast og fyllast.
    • Hægt er að velja þann tíma sem tekur fyrir þrýsting að breytast í lofthólfum. Ráðlagður tími er 10 mínútur.
    CLP – Stöðugur lágþrýstingur (e. Constant Low Pressure)
    • Í stöðugum lágþrýstingi er sami þrýstingur í öllum lofthólfum dýnunnar.
    • Hér er ekki þörf á að stilla meðferðarlotur þar sem engar breytingar eru á þrýstingi í lofthólfum.
    MAX
    • Í þessari stillingu eru öll lofthólf fyllt að fullu og dýna verður stíf.
    • Eingöngu ætti að nota þessa stillingu þegar verið er að hagræða sjúklingi í rúmi, færa hann upp í eða fram úr rúmi.
    • Eftir 20 mínútur í þessari stillingu fer dýnan sjálfkrafa á fyrri meðferðarstillingu.
    Aðvörunarljós
    Mismunandi aðvörun kemur eftir því hversu alvarleg hún er, sjá nánar í kafla um villuboð. Til að slökkva á aðvörunarhljóði þarf að ýta á takkann sem slekkur á hljóði.
    Loftslanga ekki tengd rétt við mótor.
    Lengd meðferðarlota (10, 15, 20, 25 mínútur) (Cycle time settings)
    Hér koma einnig fram villuboð, sá nánar í kafla um villuboð.
    Þægindastillingar. Hægt er að auka þrýsting í dýnu um tvö stig til að auka þægindi sjúklings ef honum finnst dýnan heldur lin.

      Villuboð
      • Þegar aðvörunarljós kviknar koma einnig ljós á númerunum um lengd meðferðarlotu á stjórnborðinu.
      • Upplýsingar um hvað hvert og eitt villuboð (ljósmerki) þýðir má sjá í töflu 2.
      • Villuboð 1-10 eru bæði með hljóðum og ljósum en villuboð 11-13 eru eingöngu með ljósum. Villuboð halda áfram þar til villa/bilun hefur verið löguð.
      • Ef slökkt er á hljóði villuboðsins mun það hefjast aftur eftir 5 mínútur þar til villa/bilun hefur verið löguð.
      • Ef villuboð halda áfram þrátt fyrir að leiðbeiningum sé fylgt þá þarf að koma dýnu og mótor í viðgerð.
    Tafla 2. Villuboð
    Ljósmerki
    Lýsing á villuboði
    1
    Hitastig hátt. Slökkt er á ventlum og þjöppum. Færið mótor úr beinu sólarljósi ef það á við.
    2
    Sjálfgefnum stillingum er ekki lokið. Endurræsið mótor með því að slökkva á rofa (sett á 0), bíðið í 10 sekúndur og kveikið aftur á rofanum (sett á 1) (sjá mynd 5).
    3
    Röng rafmagnsspenna notuð. Gangið úr skugga um að réttur rafmagnstengill sé notaður.
    4
    Of lágur þrýstingur í dýnu. Yfirfarið loftslöngu, CPR loka, dýnu og loftsíu.
    5
    Bilun í sjálfgefnum stillingum. Réttum þrýstingi hefur ekki verið náð innan ákveðinna tímamarka.
    6
    Dýna lekur of miklu lofti svo vigtun sjúklings verði náð. Réttur þrýstingur í dýnu næst ekki þar sem dýnan lekur of miklu lofti. Yfirfarið dýnu og tengingar.
    7
    Of hár þrýstingur. Ekki er hægt að minnka þrýsting í lofthólfum innan ákveðinna tímamarka.
    8
    Sjálfgefnar stillingar hafa verið endurræstar of oft á ákveðnu tímabili.
    9
    Viðmiðunargildi hafa ekki verið lesin. Tengið loftslöngu við mótor (CPR).
    10
    Viðmiðunargildi hafa breyst á meðan notkun á sér stað. Endurræsið mótorinn.
    11
    Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á bláa svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4.
    12
    Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á græna svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4.
    13
    Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á rauða svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4.

        Vísbendingar eru um að loftdýna með mótor sé ekki í lagi og þurfi að taka úr notkun og senda í viðgerð/yfirferð
        • Ef sjúklingi finnst hann koma við rúmbotninn eða starfsmann grunar að sjúklingur liggi á rúmbotni.
        • Ef sjáanlegar skemmdir eru á dýnu, rennilás, snúrum, loftslöngu, mótor og svo framvegis.
        • Ef sjáanleg dæld er í dýnunni.
        • Ef áklæði er slitið, á því eru göt eða blettir, rennilás er ekki í lagi eða handföng rifin

        Loftsía
        • Ráðlagt er að skipta um loftsíu þegar mótor þarfnast yfirferðar eða viðhalds

        Þrif og gæðamat loftdýnu með mótor
        • sjá nánar í leiðbeiningum.
        • Þegar loftdýna með mótor er tekin í notkun, hvort sem um nýja dýnu er að ræða ræða eða dýnu sem tekin er úr geymslu, skal hún þvegin og sótthreinsuð eins og gert er á milli sjúklinga.
        • Dýnan er ekki í lagi ef áklæði er slitið, á því eru göt eða blettir, rennilás er ekki í lagi eða handföng rifin.
        • Dýna er ekki í lagi ef sjáanleg dæld er í dýnunni (oftast í miðju dýnu).
        • Ef sjúklingur segist finna fyrir rúmbotni eða starfsmanni grunar að svo sé, til dæmis roðablettir myndast á húð sjúklings þarf að setja dýnuna í frekara gæðamat.

      Styttri leiðbeiningar til útprentunar:

      Loftdýna með mótor_Leiðbeiningar_A6.pdfLoftdýna með mótor_Leiðbeiningar_A6.pdf

    Ritstjórn

    Hulda Margrét Valgarðsdóttir - huldamv
    Jakobína Rut Daníelsdóttir - jakobind
    Kolbrún Kristiansen
    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
    Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

    Útgefandi

    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/15/2024 hefur verið lesið 324 sinnum