| Virkni |
| Slökkt á aðvörunarhljóði. |
| Takkaborð læst eða aflæst. Ljós þýðir að takkaborð sé læst. Takkaborð læsist sjálfkrafa ef enginn takki hefur verið snertur í 5 mínútur til að varna því að meðferðarstillingum sé óvart breytt.
Til að aflæsa takkaborði þarf að halda takkanum inni í 2 sekúndur. |
| Pack & Go – Aðgerð til að lofttæma dýnu og endurstilla mótor á milli notenda. Takka haldið inni í 2 sekúndur, þá byrjar ljósið að blikka. Lofttæming tekur um 20 mínútur og gefur mótorinn frá sér hljóð þegar því er lokið. |
| Breytilegur þrýstingur (e. Alternating)
- Annað hvort lofthólf tæmist/fyllist og þrýstingi er aflétt á mismunandi svæði líkamans til skiptis.
- Hægt er að velja þann tíma sem tekur fyrir þrýsting að breytast í lofthólfum. Ráðlagður tími er 10 mínútur.
|
| Bylgjuhreyfing (e. Pulsating)
- Þegar kveikt er á mótor fer hann sjálfkrafa á þessa stillingu.
- Mælt er með því að þessi meðferðarstilling sé notuð.
- Breytilegur lágþrýstingur er í lofthólfum. Loftið færist á milli með bylgjuhreyfingu. Blóðflæði til vefja verður jafnara og notandi finnur minna fyrir því þegar lofthólf tæmast og fyllast.
- Hægt er að velja þann tíma sem tekur fyrir þrýsting að breytast í lofthólfum. Ráðlagður tími er 10 mínútur.
|
| CLP – Stöðugur lágþrýstingur (e. Constant Low Pressure)
- Í stöðugum lágþrýstingi er sami þrýstingur í öllum lofthólfum dýnunnar.
- Hér er ekki þörf á að stilla meðferðarlotur þar sem engar breytingar eru á þrýstingi í lofthólfum.
|
| MAX
- Í þessari stillingu eru öll lofthólf fyllt að fullu og dýna verður stíf.
- Eingöngu ætti að nota þessa stillingu þegar verið er að hagræða sjúklingi í rúmi, færa hann upp í eða fram úr rúmi.
- Eftir 20 mínútur í þessari stillingu fer dýnan sjálfkrafa á fyrri meðferðarstillingu.
|
| Aðvörunarljós
Mismunandi aðvörun kemur eftir því hversu alvarleg hún er, sjá nánar í kafla um villuboð. Til að slökkva á aðvörunarhljóði þarf að ýta á takkann sem slekkur á hljóði. |
| Loftslanga ekki tengd rétt við mótor. |
| Lengd meðferðarlota (10, 15, 20, 25 mínútur) (Cycle time settings)
Hér koma einnig fram villuboð, sá nánar í kafla um villuboð. |
| Þægindastillingar. Hægt er að auka þrýsting í dýnu um tvö stig til að auka þægindi sjúklings ef honum finnst dýnan heldur lin. |
Ljósmerki | Lýsing á villuboði |
1 | | Hitastig hátt. Slökkt er á ventlum og þjöppum. Færið mótor úr beinu sólarljósi ef það á við. |
2 | | Sjálfgefnum stillingum er ekki lokið. Endurræsið mótor með því að slökkva á rofa (sett á 0), bíðið í 10 sekúndur og kveikið aftur á rofanum (sett á 1) (sjá mynd 5). |
3 | | Röng rafmagnsspenna notuð. Gangið úr skugga um að réttur rafmagnstengill sé notaður. |
4 | | Of lágur þrýstingur í dýnu. Yfirfarið loftslöngu, CPR loka, dýnu og loftsíu. |
5 | | Bilun í sjálfgefnum stillingum. Réttum þrýstingi hefur ekki verið náð innan ákveðinna tímamarka. |
6 | | Dýna lekur of miklu lofti svo vigtun sjúklings verði náð. Réttur þrýstingur í dýnu næst ekki þar sem dýnan lekur of miklu lofti. Yfirfarið dýnu og tengingar. |
7 | | Of hár þrýstingur. Ekki er hægt að minnka þrýsting í lofthólfum innan ákveðinna tímamarka. |
8 | | Sjálfgefnar stillingar hafa verið endurræstar of oft á ákveðnu tímabili. |
9 | | Viðmiðunargildi hafa ekki verið lesin. Tengið loftslöngu við mótor (CPR). |
10 | | Viðmiðunargildi hafa breyst á meðan notkun á sér stað. Endurræsið mótorinn. |
11 | | Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á bláa svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4. |
12 | | Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á græna svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4. |
13 | | Leki. Yfirfarið loftslöngu og dýnu. Upplýsingar til tæknimanns: Leki á rauða svæðinu, sjá nánari upplýsingar í þjónustuhandbók fyrir CuroCell A4. |