Framkvæmd
Mat á stöðu bólusetninga
Starfsmannahjúkrunarfræðingur fer yfir stöðu bólusetninga í nýráðningarviðtali eða heilbrigðisviðtali. Skoðar hvort starfsfólk sem starfar í nærumhverfi sjúklings sé fullbólusett gegn eftirtöldum sjúkdómum:
- Barnaveiki (Diphtheria)
- Stífkrampi (Tetanus)
- Kíghósti (Pertussis)
- Mænusótt (Polio)
- Mislingar (Morbilli)
- Hettusótt (Parotitis epidemica)
- Rauðir hundar (Rubella)
- Lifrarbólga B (hepatitis B)
- Pneumókokkasýkinga (60 ára og eldri í samráði við eigin lækni á eigin kostnað).
Lifrarbólgu B bólusetning
Á Landspítala eru heilbrigðisstarfsfólk* og starfsfólk sem vinnur í nærumhverfi sjúklings bólusett gegn lifrarbólgu B. Þrjár bólusetningar gefa ævilanga vörn og eru gefnar á 6-12 mánaða tímabili (mánuður er á milli fyrstu og annarrar bólusetningar og þriðja bólusetning er 5-11 mánuðum síðar). Starfsmaður ber ábyrgð á því að mæta í bókaða tíma og klára fulla bólusetningu.
Endurbólusetningar
Í heilsufarsskoðun eða nýráðningaviðtali er starfsmanni boðin, eftir því sem við á, bólusetning gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mænusótt, mislingum, hettusótt, rauðum hundum, lifrarbólgu B og inflúensu sér að kostnaðarlausu. Velji starfsmaður að fara á heilsugæslu er bólusetning á hans kostnað.
Hægt er að bóka tíma í endurbólusetningar hjá starfsmannahjúkrunarfæðingum.
Inflúensu- og Covidbólusetning
Bólusetning fer fram á klínískum deildum og á auglýstum tímum starfsmannahjúkrunarfræðinga.
Skráning
- Starfsmannahjúkrunarfræðingur skráir bólusetningu í sjúkraskrá starfsmanns sem varpast sjálfkrafa í bólusetningagrunn Embættis landlæknis.
- Stjórnandi ber ábyrgð á að upplýsingar um bólusetningar starfsfólks sem framkvæmdar eru á deild berist starfsmannahjúkrunarfræðingum sem skrá upplýsingarnar.
* samkvæmt skilgreiningu Landlæknisembættisins er heilbrigðisstarfsmaður einstaklingur sem kemur að umönnun veikra einstaklinga á sjúkrastofnun.