../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-4294
Útg.dags.: 03/29/2023
Útgáfa: 1.0
2.12.02 Fjarheilbrigðisþjónusta - skráning meðferðar-/myndsímtala
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa ferli fjarheilbrigðisþjónustu sem er veitt með símtali eða myndsamtali:
    • Bókun í afgreiðslukerfi Sögu
    • Stofnun lotu ef þarf
    • Skráning símtals eða myndsamtals í samskipti/eyðublað

    Skilgreining:
    Öll símtöl eða myndsamtöl sem bókuð eru í afgreiðslukerfi Sögu fela í sér fjarmeðferð, fjarviðtal eða fjareftirlit með sjúklingi sem kemur í stað komu á dag- eða göngudeild.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hægt er að veita sjúklingi fjarheilbrigðisþjónustu með símtali, myndsamtali eða samskiptum í gegnum Heilsuveru. Í upphafi símtals eða myndsamtals þarf að auðkenna sjúkling með rafrænni auðkenningu.

    Símtal
    • Notað er form tímabókunar Símtal".
    • Tímalengd símtals er sjálfvalið en hægt er að breyta tímalengd til samræmis við áætlaðan tíma.
    • Þegar símtali er lokið er merkt „Símtali lokið“ í afgreiðslukerfi Sögu. Ekki er hægt að merkja „Símtali lokið“ í Heilsugátt.
    • Skráning:
      • Ef sjúklingur á lotu á bráða-, dag- eða göngudeild eru ný samskipti, Símtal” sett á síðustu komu og skráð um símtalið í eyðublaðið „símtal/tölvupóstur“. Ekki er hægt að skrá greiningar í eyðublaðið.
      • Eigi sjúklingur ekki lotu á dag- eða göngudeild eru búin til ný samskipti undir Samskipti” og ekki búin til lota. Ef sjúklingur kemur í áframhaldandi þjónustu eru samskipti flutt síðar á fyrstu komu í ferlilotu.
      • Ef símtalið er vegna legu sjúklings eru samskiptin „símtal“ sett undir viðeigandi legu.
    • Ekki er heimilt að taka gjald hjá sjúklingi fyrir símtal skv. reglugerð 1551/2022 en skv. samningi við Heilbrigðisráðuneyti fær Landspítali greitt fyrir hvert símtal sem merkt er „Símtali lokið“ í afgreiðslukerfi Sögu.

    Myndsamtal - ígildi komu
    Gera þar tvær bókanir, eina í afgreiðslukerfi og hina í Fjargátt.
      Bókun í afgreiðslukerfi
      • Notað er form tímabókunar Fjarfundur".
      • Tímalengd myndsamtals er sjálfvalið en hægt er að breyta tímalengd til samræmis við áætlaðan tíma.
      • Eigi sjúklingur ekki lotu á dag- eða göngudeild er hann innritaður í nýja lotu í viðeigandi þjónustuflokki, ábyrgur meðferðaraðili skráður og bókun staðfest.
      • Meðferðaraðili býr til samskipti „myndsamtal“ og skráir í göngudeildarnótu og setur viðeigandi sjúkdómsgreiningu, ekki flokkaðar annars staðar, og viðeigandi meðferðarkóða. Staðfestir blaðið.
      Bókun í Fjargátt Landspítala
      Halda þarf tenglum fyrir myndsamtal til haga ef þau eru bókuð með fyrirvara. Hægt er að bóka myndsamtal í fjargátt samdægurs eða langt fram í tímann.

        Leið 1 - Bókun í gegnum heimasíðu
        Til að stofna myndsamtal í Fjargátt Landspítala í gegnum HUT-gátt:
        • Flipinn „Bóka sjúklinga fjarfund" er valinn:
        • Fyllt er út í viðeigandi reiti.
        • Nafn, tölvupóstur og símanúmer sjúklings er sett í reitina fyrir gest. Hægt er að bjóða fleiri en einum á sama fundinn.
        • Tölvupóstur og SMS fer á gest og fundarstjóri fær tölvupóst með tengli. Fylgja þarf leiðbeiningum á síðu Fjargáttar.

        Leið 2 - Bókun í gegnum sjúkraskrá
          • Sjúklingur valinn í Heilsugátt
          • í flipanum Senda til sjúklings" er valið Myndsamtal
          • Í reitinn Fundarstjóri er settur sá meðferðaraðili sem á að vera í myndsamtalinu (getur verið annar en sá sem bókar)
          • Tíma- og dagssetning er valin til samræmis við bókun í afgreiðslukerfi
          • Smellt er á Stofna fund og þá verður til tengill inn á fundinn fyrir sjúkling og meðferðaraðila. Sami tengillinn er fyrir báða aðila.
          • Tengillinn er afritaður:
            • Hann er sendur á sjúkling í Heilsugátt með því að velja Senda til sjúklings, "Opna samskiptaborð og Senda skilaboð. Þá opnast skilaboðagluggi. Skráð eru skilaboð til sjúklings um fyrirhugað myndsamtal (dags- og tímasetning bókunar í afgreiðslukerfi og fjargátt) og tengill á myndsamtalið límdur þar inn. Ýtt á Senda. Þá fær sjúklingurinn skilaboð ásamt tenglinum í Heilsuveru.
            • Opna þarf bókunina í afgreiðslukerfi Sögu og tengillinn er límdur í svæðið Athugasemd.

    Áður en myndsamtal hefst
    • Starfsmaður þarf að finna tengilinn fyrir myndsamtalið áður en það hefst. Hægt er að finna hann með eftirfarandi leiðum:
      • Í tölvupósti
      • Í afgreiðslukerfi Sögu ef tengillinn var vistaður skv. leið 2 hér að ofan.
      • Í tímabókun í Heilsugátt ef tengillinn var vistaður skv. leið 2 hér að ofan.
      • Í Fjargátt Landspítala:
        • Farið er í Fjargátt: http://hutgatt.lsh.is/tolvumal/fjargatt-lsh/
        • Flipinn Mínir fjarfundir valinn
        • Þar er listi yfir alla bókaða fjarfundi þess sem skráður er inn í Windows
        • Tíu mínútum áður en fundur hefst virkjast fundurinn. Þá birtist blár kassi Tengjast fyrir aftan fundinn.
      • Ef mörg myndsamtöl eru bókuð þarf að bera saman tímasetningu bókana í Fjargátt eða tölvupósti við bókanir í afgreiðslukerfi til að velja rétt myndsamtal.
    Afgreiðsla og skráning
    • Merkt er í upphafi myndsamtals „Koma“ í afgreiðslukerfi Sögu og verður þá til koma í tengdri meðferðarlotu. Samskipti og eyðublað eru stofnuð undir komunni.
    • Þegar myndsamtali er lokið er valið „Afgreiða“ í afgreiðslukerfi Sögu til að setja inn gjaldalið til að kostnaðarfæra hlut sjúklings í þjónustunni:
      1. Myndsamtal við sérgreinalækni
      2. Myndsamtal vegna þjónustu annara en lækna
    • Smellt á „Ganga frá“ og merkt við „Heim“ til að ljúka komunni.
    • Myndsamtal tengist lotu og skráist því eins og um komu sé að ræða í meðferðarlotu sjúklings.
    • Niðurstaða viðtals er skráð í Göngudeildarskrá“ með viðeigandi greiningum, kóða og texta. Að lokum er nóta staðfest.
    • Landspítali fær greitt fyrir myndsamtal skv. DRG samningi.



Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Íris Jónbjörnsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/29/2023 hefur verið lesið 563 sinnum