../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-4343
Útg.dags.: 05/04/2023
Útgáfa: 1.0
1.06.01 DRG - kóðun á komum í lotum án eyðublaðs í Sögu (ICD-10 kóðun)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa kóðun og viðbótarkóðun, án stofnunar eyðublaðs, á eina eða fleiri komur í lotu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Heilbrigðisgagnafræðingar eða ritarar á dag- og göngudeildum. Hjúkrunarfræðingar í hjúkrunarstýrðum móttökum þar sem ekki eru heilbrigðisgagnafræðingar eða deildaritarar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Setja á kóða á allar komur. Hægt er að setja kóða á eina eða fleiri komur í einu, t.d. einu sinni í viku.

    Leið 1 - Skrá greiningar á tvær eða fleiri komur með engar greiningar.
    1. Lotueining er valin


    2. Einstaklingur valinn og farið í ferli
    3. Valin er lota. Þá sjást komur sem tilheyra henni. Gulur karl táknar að sjúkdómsgreining hefur verið sett á komu en rauður ekki.
    4. Hægt er að skrá greiningar á margar komur í einu. Valið er: Greiningar og aðgerðir" og „Skrá greiningu á komur með engar greiningar".
    5. Skráningargluggi sem tilgreinir hvaða komur vantar ICD 10 greiningar á opnast.

    6. Greiningar- og/eða aðgerðarkóðar eru valdar úr kóðaleit með því að smella á en til að eyða greiningu. Viðeigandi kóði er valinn. Hægt er að leita að kóða eða velja úr sjúklinga- eða starfsmannakorti

    Smellt á vista.

    Leið 2 - Að bæta við kóða við eina komu í lotu eða bæta við kóða á komu sem búið er að kóða.
    1. Lotueining valin, einstaklingur valinn og farið í ferli (eins og lýst er að ofan).
    2. Valið er „Greiningar og aðgerðir" og „Skrá nýja greiningu eða aðgerð“.
    3. Koma valin úr fellilista sem á að setja kóða á í „Skrá á komu“.
    4. Greiningar- og/eða aðgerðarkóðar eru valdar úr kóðaleit með því að smella á en til að eyða greiningu. Viðeigandi kóði er valinn. Hægt er að leita að kóða eða velja úr sjúklinga- eða starfsmannakorti.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Íris Jónbjörnsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/04/2023 hefur verið lesið 227 sinnum