../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3771
Útg.dags.: 09/03/2021
Útgáfa: 1.0
2.01.07 Ferli beiðna – Ráðgjöf líknarráðgjafateymis
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Starfsmenn líknarráðgjafateymis bera ábyrgð á því að upplýsa aðra starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið framfylgt. Skilgreindir aðilar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd


      Hide details for Viðmið / hlutverkViðmið / hlutverk
      Líknarráðgjafateymi sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala. Meginhlutverk er að vera heilbrigðisstarfsfólki til ráðgjafar við mat og meðferð einkenna sem fylgja veikindum, vegna erfiðleika í samskiptum og vegna útskrifta þegar þörf er á sérhæfðri líknarheimaþjónustu eða innlögn á líknardeild. Ráðgjöf teymisins getur átt við á hvaða stigi lífsógnandi sjúkdóms sem er. Í klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð er kafli um mat á þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð (kafli 9). 
      Hide details for Að hafa í hugaAð hafa í huga
      Þegar sótt er um ráðgjöf þarf að koma fram ástæða beiðni.
      Algengar ástæður beiðna um ráðgjöf til líknarráðgjafateymis eru ráðgjöf og aðstoð við:
      • Mat og meðferð einkenna
      • Undirbúning útskriftar bæði í heimahús og á líknardeild
      • Samtal við sjúkling og aðstandendur um framtíðina og meðferðarmarkmið
      • Meðferð við lok lífs
      • Uppsetningu sídreypis í lyfjadælu undir húð
      • Stuðning við sjúkling og aðstandendur
      Hide details for Beiðni um ráðgjöfBeiðni um ráðgjöf
      Allar fagstéttir geta leitað til teymisins.
      • Innan Landspítala eru beiðnir sendar á líknarráðgjafateymi sem ,,beiðni um ráðgjöf" í Sögu
      • Utan Landspítala er send „tilvísun“  í Heilsugátt   

      Mikilvægt er að fram komi í beiðni ástæða þess að leitað er ráðgjafar. 
      Þegar starfsmenn teymis hitta sjúkling er farið í gegnum einkennamat og lögð til
      einkennameðferð ef við á.  

      Símar hjúkrunarfræðinga líknarráðgjafateymis á dagvinnutíma:

          543-6070 / 825-5114
          543-7982 / 620-1518
      Sé þörf á ráðgjöf líknarlæknis utan dagvinnutíma er hægt að ná í vakthafandi líknarlækni í gegnum skiptiborð Landspítala 543 1000. 
      Hide details for Ráðgjafabeiðni svaraðRáðgjafabeiðni svarað
      Beiðnir og tilvísanir eru metnar innan sólarhrings af starfsmönnun teymisins og svarað í Sögu.
      • Svör líknarráðgjafateymis eru skráð í Sögu undir eyðublaðinu „ráðgjöf“. 
      • Beiðnum er fylgt eftir sé þess þörf.  
        Sjá nánari upplýsingar um 
        líknarráðgjafateymi á heimasíðu Landspítala 

        Leitarorð: líknarteymi, líknarráðgjafateymi, líknarráðgjöf, beiðni um ráðgjöf, ráðgjöf

      Ritstjórn

      Arna Dögg Einarsdóttir
      Katrín Edda Snjólaugsdóttir - katrinsn
      Margrét O Thorlacius
      Kristín Lára Ólafsdóttir
      Svandís Íris Hálfdánardóttir
      Valgerður Sigurðardóttir

      Samþykkjendur

      Kristín Lára Ólafsdóttir
      Valgerður Sigurðardóttir

      Ábyrgðarmaður

      Kristín Lára Ólafsdóttir
      Valgerður Sigurðardóttir

      Útgefandi

      Margrét O Thorlacius

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 09/03/2021 hefur verið lesið 315 sinnum