../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-514
Útg.dags.: 06/20/2024
Útgáfa: 3.0
12.08.03 Þrýstingssár - eftirlit með næringu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa eftirliti með næringu hjá sjúklingi í þrýstingssárahættu. Rannsóknir benda til að lélegt næringarástand auki hættu á að fá þrýstingssár og hafi áhrif á sáragróanda. Orku- og próteinþörf sjúklinga með þrýstingssár getur verið aukin og næringaríhlutanir geta minnkað þrýstingsárahættu hjá sjúklingum með lélegt næringarástand (1).
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði þegar einstaklingur er í áhættu eða með þrýstingssár. Næringarfræðingur veitir ráðgjöf samkvæmt tilvísun.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Þyngd er mæld og gert er mat á áhættu fyrir vannæringu innan 24-48 klukkustunda frá innlögn sjúklings og niðurstaða er skráð í sjúkraskrá. Þyngd er mæld vikulega eða við breytingu á ástandi sjúklings.
    • Ef sjúklingur er með 5 stig eða fleiri eru taldar sterkar líkur á vannæringu. Fyrir lungna- og krabbameinssjúklinga er miðað við 4 stig eða fleiri.
    • Tilvísun er send til Næringarstofu í gegnum Heilsugátt ef sterkar líkur teljast vera á vannæringu sjúklings.
    • Næringarfræðingur setur upp viðeigandi næringarmeðferð og skráir í sjúkraskrá.

    Orku- og próteinneysla
    Hjá sjúklingi í þrýstingssárahættu þarf að tryggja að orku- og próteininntaka sé í samræmi við þörf.
    • Áætluð orkuþörf einstaklings með þrýstingssár og með sterkar líkur á vannæringu er 30-35 kkal/kg á dag (1). Þyngdartap og offita geta haft áhrif á orkuþörf og því er í sumum tilfellum ráðlagt að nota aðrar jöfnur við útreikninga, sjá: Áætluð orku- og próteinþörf sjúklinga, annarra en gjörgæslusjúklinga.
    • Áætluð próteinþörf hjá einstaklingi með þrýstingssár og með sterkar líkur á vannæringu er 1,2-1,5 g/kg á dag (1).

    Sjúklingi í þrýstingsárahættu eða með þrýstingssár og með sterkar líkur á vannnæringu er gefið orku- og próteinbætt fæði (OP-fæði) (2). Fengin er ráðgjöf talmeinafræðings til að meta kyngingu ef um kyngingarörðugleika er að ræða. Ef sjúklingur nærist illa eða skortur er á ákveðnum vítamínum og/eða steinefnum er ráðlögð viðbót eftir því sem við á (1).

    Viðbótarnæring
    • Sjúklingi í þrýstingsárahættu eða með þrýstingsár og með sterkar líkur á vannæringu er gefið orku- og próteinríka millibita og/eða næringardrykki til viðbótar við hefðbundinn mat ef ekki tekst að uppfylla orku- prótein og næringarefnaþörf með hefðbundnu fæði (1).
    • Sjúklingi með stig ≥ II þrýstingsár og sterkar líkur á vannæringu er gefið orku- og próteinríka næringardrykki eða sondunæringu með arginine, sinki og andoxunarefnum (Cubitan og Nutrison Advanced Cubison).
    • Sjúklingi er boðið að fá næringardrykk milli máltíða, tvisvar á dag í að minnsta kosti fjórar vikur (1, 3, 4).

    Vökvi
    Vökvaþörf sjúklinga með þrýstingssár er breytileg en ágætt viðmið er 30 ml/kg eða 1600 ml á dag fyrir konur og 2000 ml á dag fyrir karla (1, 5).
    Ýmsir mælikvarðar geta gefið vísbendingar um að einstaklingur sé með vökvaskort, til dæmis þyngdarbreyting, húðturgor, þvagútskilnaður og hækkað s-natríum.
    Þörf er á viðbótarvökva ef líkamshiti er hækkaður, uppköst, niðurgangur, mikil svitamyndun, eða mikið vessandi sár (1).

    Næring um slöngu
    • Ef ekki tekst að uppfylla orku- og próteinþörf með hefðbundnu fæði og næringarviðbót er gefin næring um slöngu.
    • Ef ekki er hægt að gefa næringu um meltingarveg er gefin næring í æð (5, 6).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Prevention and Treatment of Pressure Ulcers/Injuries: Clinical Practice Guideline. European Pressure Ulcer Advisory Panel, National Pressure Injury Advisory Panel and Pan Pacific Pressure Injury Alliance; 2019.
    2. Thibault R, Abbasoglu O, Ioannou E, Meija L, Ottens-Oussoren K, Pichard C, et al. ESPEN guideline on hospital nutrition. Clinical Nutrition. 2021;40(12):5684-709.
    3. Gomes F, Schuetz P, Bounoure L, Austin P, Ballesteros-Pomar M, Cederholm T, et al. ESPEN guidelines on nutritional support for polymorbid internal medicine patients. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2018;37(1):336-53.
    4. Cereda E, Neyens JCL, Caccialanza R, Rondanelli M, Schols J. Efficacy of a Disease-Specific Nutritional Support for Pressure Ulcer Healing: A Systematic Review and Meta-Analysis. The journal of nutrition, health & aging. 2017;21(6):655-61.
    5. Volkert D, Beck AM, Cederholm T, Cruz-Jentoft A, Goisser S, Hooper L, et al. ESPEN guideline on clinical nutrition and hydration in geriatrics. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2019;38(1):10-47.
    6. Singer P, Blaser AR, Berger MM, Alhazzani W, Calder PC, Casaer MP, et al. ESPEN guideline on clinical nutrition in the intensive care unit. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2019;38(1):48-79.

    Fara aftur í verklagsreglu: Þrýstingssár
    Leitarorð: legusár, pressure ulcer, eftirlit með næringu, Þrýstingssár - eftirlit með næringu

Ritstjórn

Áróra Rós Ingadóttir - aroraros
Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Hulda Margrét Valgarðsdóttir - huldamv
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Áróra Rós Ingadóttir - aroraros

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/04/2019 hefur verið lesið 660 sinnum