../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3734
Útg.dags.: 08/10/2021
Útgáfa: 1.0
14.11 Ferli umsókna - sérhæfð líknarþjónusta HERA
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri HERU bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið framfylgt. Skilgreindir aðilar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.

      Hide details for Viðmið fyrir þjónustuViðmið fyrir þjónustu
      Þjónustan er veitt sjúklingum 18 ára og eldri sem:
      1. Greindir eru með alvarlega lífsógnandi sjúkdóma (m.a. krabbamein, tauga-, hjarta- og lungnasjúkdóma) og glíma við óstöðug og/eða erfið einkenni
      2. Eru með alvarlega lífsógnandi sjúkdóma, en eru í læknanlegri meðferð og með erfið einkenni (tímabundin aðstoð)

      Æskilegt er að umræða um meðferðarmarkmið hafi átt sér stað þegar sótt er um þjónustu HERU. Flestir sjúklingar HERU eru með skráð meðferðarstig FME (full meðferð að endurlífgun) með eða án annarra takmarkana eða eru á LLM (lífslokameðferð). Þeir sjúklingar sem eru í læknanlegri meðferð en glíma við erfið einkenni í tengslum við
      krabbameinsmeðferð geta verið á FM (fullri meðferð).
      Hide details for Atriði til athugunar áður en sótt er umAtriði til athugunar áður en sótt er um
      1. Upplýsa sjúklinga og aðstandendur um hlutverk og starfsemi HERU
      2. Þörf fyrir þjónustu er metin, þar er meðal annars haft til hliðsjónar hvort um sé að ræða:
        • Erfiða verki s.s. tíða gegnumbrotsverki, taugaverki, örar breytingar á verkjalyfjum
        • Fjölda einkenna
        • Skerta vitræna getu
        • Mikla vanlíðan
        • Tjáskiptaerfiðleika / samskiptaerfiðleika
        • Álag á fjölskyldu og/eða lítil geta fjölskyldu
        • Fyrri áföll eða missir
        • Deyjandi sjúklinga sem óska eftir að deyja heima (Gátlisti)
        • Sjúklinga sem undirgangast erfiða meðferð og glíma við slæm einkenni
      Sjá nánari upplýsingar um þjónustu HERU á heimasíðu Landspítala
      Hide details for Umsókn og biðlistiUmsókn og biðlisti
      1. Ef sjúklingur er í meðferð á Landspítala er sótt um rafrænt í gegnum Sögu undir “eyðublöð”- rannsókn/meðferð.
      2. Fyrir sjúklinga utan Landspítala:
        • Senda tilvísun í Heilsugátt á HERU
        • Hafa samband við deildarstjóra HERU í síma 543-6360 á dagvinnutíma eða
        • Ráðgefandi sérfræðilækni í síma 543 2880 sem metur þörf og setur á biðlista
      3. Ef bráð þörf er á þjónustu er hægt að hafa samband við deildarstjóra 543 6360 á dagvinnutíma, vakthafandi sérfræðilækni eða hjúkrunarfræðing HERU í gegnum skiptiborð LSH.
      4. Eftir að beiðni berst HERU og hún samþykkt, er sjúklingur settur á biðlista. Haft er samband við sjúklinga innan viku, nema annað sé tiltekið á beiðni eða sjúklingur er inniliggjandi.
        Hide details for Sjúklingur tekinn í þjónustuSjúklingur tekinn í þjónustu
        Farið er í fyrstu vitjun:
        I. Innan 72 klst. - bráð vandamál eða ef sjúklingur flyst heim til að deyja/er deyjandi
        II. Innan tveggja vikna - mikil einkenni
        III. Lengri bið - einstaklingur stöðugur en fellur þó undir forsendur
          Leitarorð: Ferli umsókna, Sérhæfð líknarheimaþjónusta, HERA, deyja heima, heimaþjónusta, líknarmeðferð

      Ritstjórn

      Arna Dögg Einarsdóttir
      Ásdís Ingvarsdóttir
      Margrét O Thorlacius
      Kristín Lára Ólafsdóttir
      Svandís Íris Hálfdánardóttir
      Valgerður Sigurðardóttir

      Samþykkjendur

      Valgerður Sigurðardóttir

      Ábyrgðarmaður

      Valgerður Sigurðardóttir

      Útgefandi

      Margrét O Thorlacius

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 08/10/2021 hefur verið lesið 555 sinnum