../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2843
Útg.dags.: 02/07/2023
Útgáfa: 2.0
14.14.06 Sarkmeinateymi Landspítala (IceSG)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa fyrirkomulagi samráðsfunda hjá sarkmeinateymi Landspítala (IceSG) sem eru reglulegir fundir heilbrigðisstarfsmanna sem koma að meðhöndlun og greiningu sarkmeina. Markmið er að tryggja bestu mögulegu meðferð á sjúkdómnum með því að:
    • Safna saman öllum upplýsingum, þ.m.t. greiningarniðurstöðum og rannsóknum sem liggja fyrir til yfirferðar og mats.
    • Ákvarða stigun sjúkdóms.
    • Ákveða bestu meðferðaráætlun.
    • Auka samvinnu og samstarf þeirra sérgreina sem koma að meðhöndlun þessa sjúklingahóps.
    • Vera vettvangur fyrir annað álit (e. second opinion").
    • Vera vettvangur kennslu nema og þeirra sem þurfa að þekkja til þessa sjúkdóms.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Skilgreindir aðilar eins og lýst er í framkvæmd. Ábyrgðarmaður sarkmeinateymis boðar til fundar eftir að sjúklingur hefur komið í viðtal og niðurstöður vefjasýnis og myndrannsókna liggja fyrir.

    Þátttakendur á samráðsfundi eru:
    • Ábyrgðarmaður sarkmeinateymis
    • Meinafræðingur
    • Röntgenlæknir
    • Krabbameinslæknir
    • Hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild
    • Sérgreinalæknir, boðaður eftir því hvar mein er staðsett
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mikilvægt er að allar upplýsingar séu fyrir hendi og aðgengilegar á fundinum til að tryggja sem réttasta niðurstöðu.
    Eftirfarandi tilfelli falla undir samráðsfund sarkmeinateymis:
    • Öll ný tilfelli.
    • Tilfelli þar sem sterkur grunur er fyrir hendi en ekki hefur náðst að staðfesta greiningu.
    • Tilfelli sem hafa farið í skurðaðgerð: PAD svar er þá sýnt á fundi og í framhaldi tekin ákvörðun um hvort þörf sé á viðbótarmeðferð í framhaldinu.
    • Tilfelli sem hafa byrjað að fá krabbameinsmeðferð: Svörun meðferðar er metin og hvort hugsanlega sé þörf á frekari íhlutun.

    Fundur sarkmeinateymis
    • Ábyrgðarmaður sarkmeinateymis:
      • Sendir fundarboð til teymisaðila og lista yfir tilfelli sem taka á fyrir á fundinum.
      • Kynnir hvert tilfelli og ástæðu þess að það sé tekið fyrir.
    • Röntgenlæknir fer yfir niðurstöður myndrannsókna.
    • Meinafræðingur fer yfir niðurstöður vefjarannsókna.
    • Ábyrgðarmaður þeirrar meðferðar sem hafin er, fer yfir árangur og núverandi stöðu.

    Skráning
    Ábyrgðarmaður sarkmeinateymis skráir niðurstöður fundar í sjúkraskrá sjúklings.
    Aðilar sem tilheyra sarkmeinateymi (IceSG)
    • Anna Margrét Jónsdóttir, meinafræðingur
    • Ásgeir Thoroddsen, kvensjúkdómalæknir
    • Halldór Jónsson jr, bæklunarskurðlæknir
    • Halldóra Kristín Þórarinsdóttir, krabbameinslæknir barna
    • Jakob Jóhannsson, krabbameinslæknir - geislar
    • Kristín Huld Haraldsdóttir, kviðarholsskurðlæknir (efra kviðarhol)
    • Kristín Sif Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild krabbameina
    • Lilja Þyri Björnsdóttir, æðaskurðlæknir
    • María Tsirilaki, röntgenlæknir
    • Ólafur Gísli Jónsson, krabbameinslæknir barna
    • Ólafur Sigmundsson, bæklunarskurðlæknir
    • Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir - lyf
    • Rafn Hilmarsson, þvagfæraskurðlæknir
    • Sólveig S. Hafsteinsdóttir, krabbameinslæknir barna
    • Tómas Þór Kristjánsson, hjarta- og brjóstholsskurðlæknir
    • Þórður Tryggvason, sérfræðilæknir (vefjarannsókn)
    • Þórir Auðólfsson, lýtalæknir
    • Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur krabbameinsdeilda
    • Örnólfur Þorvarðsson, háls-, nef- og eyrnaskurðlæknir

    Fara aftur í meðferðarferli: Sarkmein

Ritstjórn

Halldór Jónsson jr
Katrín Blöndal
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hjörtur Friðrik Hjartarson - hjorturf

Útgefandi

Margrét Sjöfn Torp

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/06/2020 hefur verið lesið 943 sinnum