../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-099
Útg.dags.: 08/23/2021
Útgáfa: 2.0
1.03.07.02.02 Gerð fræðsluefnis - ritun
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við ritun fræðsluefnis á Landspítala.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Innihald
    • Titill er skýr og lýsandi fyrir innihaldið.
    • Markmið fræðsluefnis er skýrt og ljóst fyrir hvaða markhóp efnið er.
    • Í fræðsluefni lengra en 15 blaðsíður er haft stutt efnisyfirlit.
    • Fræðsluefnið er byggt á gagnreyndri þekkingu.
    • Efnið er byggt upp sem inngangur, meginmál og lokaorð og miðast við þarfir sjúklinga og aðstandenda.
      1. Inngangur: Stuttur inngangur, aðalatriði og tilgangur með fræðsluefni dregin fram ef þörf er á.
      2. Meginmál: Greinir frá viðfangsefninu á einfaldan hátt og með þarfir notandans í huga. Texti er brotinn upp svo auðvelt er að hafa yfirsýn yfir efnið. Efnisþráður er skýr og í tímaröð og útúrdúrum og málalengingum sleppt. Ef fræðsluefni er lengra en tvær síður hefst útskriftarfræðsla á nýrri síðu.
      3. Lokaorð: Upplýsingar um hvaða einkenni þarf að vera vakandi fyrir eftir heimferð og hvert á að leita ef eitthvað kemur upp á.
    • Grafískur hönnuður sér um útlit og uppsetningu fræðsluefnis.

    Málfar
    • Ritað er hnitmiðað, gott íslenskt mál og notuð einföld setningaskipan.
    • Íslensk orð eru notuð þegar þau eru til.
    • Lengd orða og málsgreina er hófleg og æskilegt er að nota auðskilin orð og sleppa málalengingum. Tekið er mið af þörfum fólks með fjölbreyttar þarfir til dæmis leserfiðleika, sjóndepurðar, erlends uppruna og seinfærni.
    • Varast er ofnotkun orðanna „sjúklingur“,„einstaklingur“ og „viðkomandi“ og forðast að nota boðhátt. Notandinn er ávarpaður beint þegar bent er á úrræði.
    • Forðast er að nota skammstafanir nema þær allra algengustu.
    • Forðast er að nota lyfjaheiti nema fræðsluefni sé sérstaklega um lyf. Þá eru notað innihaldsefni lyfs í stað sérlyfjaheitis.
    • Ef nauðsynlegt er að nota fræðiheiti eru þau þýdd eða útskýrð á einfaldan hátt. Erlend fræðiheiti má setja innan sviga til frekari glöggvunar ef slíkt þykir nauðsynlegt.

    Myndefni
    • Myndefni þarf að tengjast innihaldi fræðsluefnisins.
    • Einfaldar skýringarmyndir sem útskýra innihaldið eru oft gagnlegar.
    • Myndir eru merktar með texta (texti er staðsettur fyrir ofan töflur en fyrir neðan myndir).
    • Myndefni er unnið í samráði við grafískan hönnuð og eftir þörfum ljósmyndara Landspítala. Hægt er að láta teikna myndir eða kaupa úr gagnagrunnum svo sem Shutterstock.com.
    • Vegna höfundaréttarmála má ekki nota myndir af netinu.

    Heimildir
    Heimilda er öllu jöfnu ekki getið í fræðsluefni. Heimilda er þó getið ef fræðsluefni frá annarri stofnun er þýtt af öðru tungumáli og þá notað Vancouver, APA eða annað viðurkennt kerfi.

    Þýðing á fræðsluefni á önnur tungumál
    • Ef þýða þarf fræðsluefni yfir á erlent tungumál er það gert af viðurkenndum þýðanda og lesið yfir af heilbrigðisstarfsmanni með viðkomandi tungumál sem fyrsta mál eða öfugt.
    • Fræðsluefni sem þýða á úr íslensku þarf áður að hafa verið gefið út á íslensku í gæðahandbók Landspítala.
    • Kostnaður af þýðingu er greiddur af viðkomandi sviði/starfseiningu með samþykki stjórnanda.
    • Fræðsluefni á erlendum tungumálum er vistað í gæðahandbók og uppfært um leið og íslenska efnið er uppfært.

    Gátlisti fyrir höfunda fræðsluefnis

    Gátlisti fyrir höfunda fræðsluefnis.pdfGátlisti fyrir höfunda fræðsluefnis.pdf
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Brynja Ingadóttir, Hróbjartur Árnason, Arna Guðmundsdóttir, Arna Harðardóttir, Sigurbjörg Ármannsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir (2008). Stefnumótun um þátttöku sjúklinga og aðstandenda í meðferð – sjúklingafræðsla 2008. Landspítali, Reykjavík.


Fara aftur í verklagsreglu: Gerð fræðsluefnis

Tengd skjöl: Sjúklingafræðsla - ritstjórnarstefna

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Kristín Skúladóttir - kristsku
Katrín Blöndal
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Halla Marínósdóttir
Þorgerður Ragnarsdóttir - thorgerr
Sigríður Heimisdóttir - sigridhe

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigríður Gunnarsdóttir - sigridgu

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/02/2015 hefur verið lesið 1015 sinnum