../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3736
Útg.dags.: 02/17/2022
Útgáfa: 2.0
2.12.01.01 Fjarheilbrigðisþjónusta - persónuvernd í samtali við eða um sjúkling
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við fjarheilbrigðisþjónustu með fjarskiptatækni:
    • Samtal fagaðila við sjúkling/sjúklinga
    • Samtal fagaðila um sjúkling
    til að óviðkomandi aðilar verði ekki áskynja um innihald samtalsins og vernda upplýsinga.

    Fjarmeðferð er notað sem samheiti yfir öll þau eftirlit, viðtöl, fræðslu og meðferðir sem eiga sér stað með fjarskiptatækni þar sem samtal er á milli fagaðila og skjólstæðinga.

    Skilgreining:
    Með fjarskiptatækni er átt við viðurkenndar og samþykktar leiðir sem má nota í ofangreindum tilgangi. Listi yfir viðurkenndar lausnir Landspítala er hér. Aðrar lausnir sem þetta á við um eru:
      Samráð fagaðila og upplýsingagjöf milli fagaðila um sjúkling(a)
      • Borðsímar
      • Tölvusímar
      • Farsímar
      • Tetra talstöðvar
      • Aðrar talstöðvar
      • Teams
      • Cisco fjarfundagátt Landspítala
      Samtal við sjúkling(a)
      • Borðsímar
      • Tölvusímar
      • Farsímar
      • Cisco fjarfundagátt Landspítala
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Umhverfi starfsmanns
    Starfsmaður notar tæki og/eða tækni sem Landspítali á eða rekur.
    Starfsmaður þarf að tryggja persónuvernd þ.e. vera afsíðis, enginn óviðkomandi heyri samtalið, geti séð á skjáinn eða komið í mynd.

    Auðkenning sjúklings
    Í samskiptum heilbrigðisstarfsmanns við sjúkling staðfestir heilbrigðisstarfsmaður auðkenni sjúklings með því að senda rafræna auðkenningu í upphafi samtals með lausninni hverer.lsh.is og sjúklingur staðfestir með rafrænum skilríkjum. Ef sjúklingur hefur ekki rafræn skilríki er hann beðinn um að segja fullt nafn og kennitölu í upphafi samtals.
    Ef fjarmeðferð er veitt í gegnum Heilsugátt eða Fjarfundagátt með Cisco hugbúnaði eða myndsímtal í Sögu er sjúklingur beðinn um auðkenningu með rafrænum skilríkjum áður en hann getur tengst meðferðaraðila.

    Auðkenning starfsmanns
    Ef vafi leikur á hver viðmælandi er, t.d. ef heilbrigðisstarfsmaður fær símtal utan Landspítala og þekkir viðkomandi ekki, er óskað eftir rafrænni auðkenningu í upphafi samtals með lausninni hverer.lsh.is og viðmælandi staðfestir með rafrænum skilríkjum.

    Persónuvernd
    • Þátttakendur í hópmeðferð eða hópfræðslu eru upplýstir um að þeir eru bundnir þagnarskyldu og mikilvægi þess að virða trúnað við hvort annað og það sem sagt er í fjarmeðferð.
    • Allar upptökur og myndatökur/skjáskot eru bönnuð, þar sem það fellur undir brot á þagnarskyldu og trúnað

    Ritstjórn

    Anna María Þórðardóttir
    Hanna K Guðjónsdóttir
    Jóhann Bjarni Magnússon - johannb

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
    Tómas Þór Ágústsson - tomasa

    Útgefandi

    Anna María Þórðardóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/28/2021 hefur verið lesið 518 sinnum