../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-1039
Útg.dags.: 04/04/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.06 Heimilisofbeldi
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að samhæfa verklag við móttöku þolenda heimilisofbeldis þegar viðkomandi leitar á heilbrigðisstofnanir landsins. Verklag virkjast þegar þolandi staðfestir að um heimilisofbeldi er að ræða.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Stjórnendur eininga bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Heilbrigðisstarfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Skilgreining á heimilisofbeldi samkvæmt drög að frumvarpi til laga um breytingu að lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 (heimilisofbeldi)
    Með orðunum heimilisofbeldi og ofbeldi í nánu sambandi er hér átt við ofbeldi milli náinna eða tengdra aðila, svo sem milli núverandi eða fyrrverandi maka eða sambúðaraðila hvort sem aðilar eru skráðir í sambúð eða ekki, af hálfu niðja eða annarra sem búa á heimili viðkomandi eða eru í hans umsjá. Ákvæðið getur jafnframt tekið til fólks sem verður fyrir ofbeldi og býr í búsetukjarna fyrir fólk með fötlun og til eldra fólks sem býr á dvalarheimili. Þá er gengið út frá því að þolandi og gerandi þurfi ekki að vera skráðir saman í sambúð til að um heimilisofbeldi sé að ræða og þarf ofbeldið sjálft ekki að eiga sér stað á heimili.

    Móttaka
    Móttökuritari skráir þolenda inn í afgreiðslukerfið og fyllir út NOMESCO slysa- og ofbeldisskráningu. Ef þolandi leitar aðstoðar vegna heimilisofbeldis er þolanda forgangsraðað í flokk 2 samkvæmt ESI forgangsflokkunarkerfi án tillits til áverkasögu.
    Ef um barn er að ræða er einnig gerð tilkynning til barnaverndar.

    Skoðun
    Læknir og hjúkrunarfræðingur skoða sjúkling saman.

    Hjúkrunarfræðingur:

    1. Veitir þolenda stuðning og útskýrir hvernig skoðun fer fram.
    2. Tryggir að þolandi fái þann tíma sem þarf.
    3. Metur í samráði við sérfræðilækni þörf fyrir ljósmyndir af mögulegum áverkum og þörf á mögulegum rannsóknum.
    4. Framkvæmir rannsóknir/veitir meðferð eins og við á.
    Læknir:
    1. Spyr um áverka- og heilsufarsögu.
    2. Framkvæmir líkamsskoðun m.t.t. líkamlegra áverka.
    3. Metur í samráði við hjúkrunarfræðing þörf fyrir ljósmyndir af mögulegum áverkum og þörf á mögulegum rannsóknum.
    4. Pantar viðeigandi rannsóknir. Læknir sem er ábyrgur fyrir rannsóknum fylgir eftir niðurstöðum og upplýsir þolanda þegar við á.

    Niðurstöður um sögu og skoðun eru skráðar í formblað í Heilsugátt. Formblaðið má finna í tímalínu sjúklings undir flipanum Skráningarform og þar undir er formblað sem heitir Heimilisofbeldi
    Ef heilbrigðisstarfsmenn hafa ekki aðgang að Heilsugátt eru niðurstöður skráðar í viðeigandi eyðublað í sjúkraskrá Sögu.

    Tilvísun á félagsráðgjafa
    Heilbrigðisstarfsmaður hvaðan af á landinu gerir tilvísun til félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Tilvísun er send í spjallrás í Heilsugátt sem heitir Félagsráðgjafi bráðamóttaka. Í skilaboðum er tilgreind ástæða fyrir aðkomu félagsráðgjafa og kennitala skjólstæðings.
    Ef heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki aðgang að Heilsugátt þá hringir hann í skiptiborð Landspítala, í síma 543-1000, og óskar eftir samtali við félagsráðgjafa á bráðamóttöku vegna Hof (heimilisofbeldi) máls. Ef félagsráðgjafar bráðamóttöku eru ekki við síma þá sendir starfsmaður í símaveri skilaboð á spjallrás félagsráðgjafa í Heilsugátt Félagsráðgjafi Bráðamóttöku. Upplýsingar sem eiga að koma fram í skilaboðunum eru nafn heilbrigðisstarfsmanns sem hringir, upplýsingum um frá hvaða stofnun erindið kemur, kennitala og símanúmer þolanda.
    Félagsráðgjafi hefur samband við þolanda innan 24 klst. frá því að beiðni berst.

    Félagsráðgjafi hittir þolenda ef hann er á staðnum. Félagsráðgjafi stofnar ráðgjafabeiðni í sjúkraskrá Sögu og skráir viðeigandi upplýsingar um atvikið. Ef skjólstæðingar útskrifast heim áður en til aðkomu félagsráðgjafa kemur, þá upplýsir viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður þolanda um að félagsráðgjafi muni hafa samband við hann innan 24 klst. frá því að beiðni var send.
    Félagsráðgjafar á bráðamóttöku sinna eftirfylgd í formi viðtals/símtals við þolanda þar til önnur þjónustuúrræði hafa tekið við.
    Félagsráðgjafar gera ráðgjafabeiðni fyrir áfallateymi Landspítala. Starfsmenn áfallateymisins hafa samband við þolanda og meta þörf á þjónustu.
    Félagsráðgjafar senda tilkynningu til barnaverndar ef þolandi er með börn í sinni umsjá (lögheimili, umgengni, og/eða forsjá).
    Félagsráðgjafar bjóða þolanda að fá aðkomu lögreglu að málinu ýmist til að tilkynna mál, skrá það, fá ráðgjöf eða til að leggja fram kæru.


    Ritstjórn

    Björg Ragnheiður Vignisdóttir - bjorgr
    Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
    Jóhanna Erla Guðjónsdóttir - johannaeg
    Reynhildur Karlsdóttir - reynhild

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Gunnlaug Thorlacius

    Útgefandi

    Heiða Björk Gunnlaugsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/08/2023 hefur verið lesið 1677 sinnum